Heim 2. tbl 2020 Staða og geta íþróttafólks

Staða og geta íþróttafólks

8 min read
Slökkt á athugasemdum við Staða og geta íþróttafólks
0
1,580

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá snúast afreksíþróttir um að ná árangri, jafnvel afreks árangri. Það er oft deilt um það hvaða viðmiðanir á að nota til að ákveða hvort íþróttafólk sé á afreksstigi eða ekki. En flestir eru sammála um að minnsta kosti tvennt:

 1. Að íþróttamaðurinn æfi og leggi þann metnað í íþrótt sína að meira er ekki hægt að biðja hann um að gera.
 2. Að árangur íþróttamannsins standist ákveðinn alþjóðlegan samanburð, að íþróttamaðurinn sé meðal þeirra bestu í heiminum.

Það þarf svo að kafa djúpt í báða þessa liði til að átta sig betur á eiginlegri stöðu íþróttamannsins. En núna í aðdraganda stærsta móts sem íþróttamenn með fötlun geta tekið þátt í (Paralympics) er rétt að skoða aðeins lið b) eða hvernig hægt er átta sig á hvernig árangur íþróttafólks er í raun og veru.

Það skal tekið fram að bætingar eru frábærar, að setja í Íslandsmet er frábært og að vinna Íslandsmót er æðislegt. En ekkert af þessu þarf samt að þýða mikið í stóra samhenginu þegar við ætlum að bera okkur saman við hvað er að gerast í heiminum.

Íslenskt sund- og frjálsíþróttafólk þekkir vel að fá stig fyrir árangur sinn. Margar stigatöflur eru stilltar þannig af að 1000 stig jafngilda því sem gerist best í heiminum, og stigin fara svo hratt lækkandi eftir því sem árangurinn fjarlægist því besta sem gerist. Þetta kerfi virkar ágætlega þar sem árangur er mældur beint (tími, þyngd, metrar) við staðlaðar aðstæður og þar sem töluverður fjöldi keppenda er að að keppa í sömu greininni. En þetta virkar ekki vel í greinum eins og borðtennis, bogfimi og hjólreiðum þar sem keppt er beint við andstæðinga eða brautir eru misjafnar.

Íþróttafólk sem stefnir á keppni á alþjóðlegum stórmótum svo sem Evrópu- og Paralympics mótum þekkir vel kröfurnar um að „komast á ranking lista” í sinni grein. Það sem þarna er átt við er að íþróttaárangur þarf að nást á viðurkenndum mótum sem eru á mótaskrá IPC í viðkomandi íþrótt. Þannig verður árangur þeirra listaður upp miðað við kröfur viðkomandi greinar. Skilyrði er þó að viðkomandi íþróttamaður hafi farið í alþjóðlega „flokkun” og hlotið keppnisrétt í viðkomandi íþrótt í tilteknum fötlunarflokki.

Þessir listar ná síðan yfir tiltekið tímabil og stundum fyrir tiltekin mót. Þannig er hægt að kalla fram sér lista fyrir Evrópu (og þá um leið fyrir Evrópumeistaramót) og sér lista fyrir Heimsmeistaramót eða Paralympics. Þessi listi er gríðarlega mikilvægur á Paralympics tímabilinu því eftir honum er löndum úthlutað sætum á Paralympics. Þátttökulöndin kepptust við að senda íþróttafólk til keppni á viðurkenndum mótum 2019 og 2020 til að ná sem bestri stöðu á „rankinglistunum.“ Til að komast á þennan lista  þarf íþróttafólkið fyrst „lágmarks árangur” MQS (Minimum Qualification Standards) og kemur skýrt fram í frjálsum og sundi meðan í öðrum greinum er barist um sæti á mótum sem gefa stig eftir styrkleika mótanna svo sem bogfimi og borðtennis og hjólreiðum.

Þegar þessu viðmiðunartímabili lýkur fer fram úthlutun landskvóta, sér fyrir karlagreinar og sér fyrir kvennagreinar. Þá þegar er búið að taka frá keppnisrétt fyrir þá einstaklinga sem náðu efstu sætum (misjafnt eftir greinum) á síðasta heimsmeistaramóti. Í sundi er þessu tímabili þegar lokið en aðrar greinar hafa ennþá tækifæri til að komast inn á listann eða hækka sig á honum til að auka líkurnar á að landið þeirra fá úthlutað sæti á leikunum. Eftir það tekur við tímabil þar sem keppendur landanna bítast um þessi sæti sem löndunum er úthlutað. Þegar ÍF velur íþróttafólk til keppni er alfarið miðað við þessa árangurslista og fjölda keppenda sem úthlutað hefur verið til Íslands.

Hér má sjá ranking lista IPC í frjálsum íþróttum

Hér má sjá ranking lista IPC í sundi

Hér má sjá ranking lista í bogfimi

Hér má sjá ranking lista í skíðaíþróttum

Hér má sjá ranking lista í hjólreiðum


Hér má sjá ranking lista í borðtennis

Afreksfólk ÍF 2020

Yfirmenn landsliðsmála Íþróttasambands fatlaðra,
Ingi Þór Einarsson
Kári Jónsson 

Sækja skyldar greinar
 • Evrópumót Virtus

  Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
 • Evrópuleikar ungmenna

  Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
 • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

  Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…