Heim 1. tbl 2022 HM í frjálsum í Kobe 2024

HM í frjálsum í Kobe 2024

1 min read
Slökkt á athugasemdum við HM í frjálsum í Kobe 2024
0
1,006

Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) kynnti nýverið að heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum færi fram í Kobe í Japan dagana 17.-25. maí 2024. Mótið fer fram á Universiade Memorial Stadium í Kobe Sports Park í Japan.

HM verður síðasta stórmótið áður en Paralympics fara fram í París sumarið 2024 og gera heimamenn ráð fyrir allt að 1300 íþróttamönnum frá liðlega 100 þjóðlöndum við mótið. Síðasta HM í frjálsum fór fram í Dubai árið 2019 en sumarið 2023 verður HM í Frakklandi.

Vegna heimsfaraldurs COVID-19 varð að fara í talsverðar tilfæringar og eins og staðan er í dag þá verður hvorki EM né HM þetta sumarið í frjálsum en HM sumarið 2023 og 2024. IPC hefur enn ekki gefið út hvort EM muni fara fram áður en Paralympics verða haldnir í París 2024.

Kobe Poster.jpg
Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…