Heim 1. tbl 2022 Stefanía og Michel með Íslandsmet á NM

Stefanía og Michel með Íslandsmet á NM

7 min read
Slökkt á athugasemdum við Stefanía og Michel með Íslandsmet á NM
0
698

Dagana 19. – 21. ágúst fór Norðurlandamót (NM) fatlaðra í frjálsum íþróttum fram í Bollnäs í Svíþjóð en þetta er í fyrsta sinn um lagt árabil sem slíkt mót hefur verið haldið.

Til að efla íþróttir fatlaðra á Norðurlöndum var 1976 stofnuð samtök íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum sem kallast Nord-HIF  – Nordiska Handicapidrottsforbundet. Tilgangur samtakanna var að standa fyrir Norðurlandamótum í hinum ýmsu íþróttagreinum auk þess að vera pólitískt afl Norðurlandanna á alþjóðavettvangi, sem og að stilla saman strengi milli landanna.

Í árdaga stóð Nord-HIF fyrir Norðurlandamótum í hinum ýmsu íþróttagreinum, auk Norrænna barna og unglingamóta en undangengin ár hafa Norðurlandamót einungs verið haldinn í boccia og sundi. Það að Svíar skyldu nú hafa frumkvæði að framkvæmd fyrsta Norðurlandamótsins í frjálsum íþróttum um langt árabil var því fagnaðarefni enda sendu Norðurlandaþjóðirnar margt sitt besta frjálsíþróttafólk til þátttöku auk ungra og efnilegra sem þarna stigu sín fyrstu spor á alþjóðavettvangi.

Ísland sendi átta einstaklinga til keppni á mótinu og náðu sjö þeirra á verðlaunapall. Í þeim greinum sem fáir keppendur voru skráðir til leiks var keppt í blönduðum fötlunarflokkum þar sem notast var við afreksstigatöflu IPC (Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra) í frjálsum íþróttum til að skera úr um röð keppenda. Flest verðalun Norðurlandaþjóðanna unnu Svíar en fjöldi keppenda og verðlauna var:

  • Danmörk             10 keppendur   16 verðalun (7-6-3)
  • Færeyjar             1 keppandi          engin verðlaun
  • Finnland              8 keppendur     18 verðlaun (9-8-1)
  • Ísland                   8 keppendur     12 verðlaun (5-4-3)
  • Noregur              12 keppendur   13 verðlaun (3-5-5)
  • Svíþjóð                20 keppendur   31 verðlaun (11-11-9)

Bestum árangri íslensku keppendanna náðu Stefanía Daney Guðmundsóttir, íþróttafélaginu Eik og Michel Thor Masselter en bæði settu þau ný Íslandsmet á mótinu. Stefanía sigraði í þremur greinum auk þess að bæta Íslandsmet sitt í einni grein.  Auk Stefaníu Daneyjar tóku þátt í mótinu, Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Friði, Íris Guðmundsdóttir, Friði, Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir, Ármanni, Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Ármanni, Emil Steinar Björnsson, Ármanni og Patrekur Andrés Axelsson, FH ásamt með hlaupara sínum (guide) Trausta Stefánssyni.

Árangur keppenda fylgir hér og sæti innan sviga:

Fl. 11 – flokkur blindra

  • Patrekur Andrés Axelsson FH
    • 100m 12,64s +1,2 og 12,70s -0,6 (4)
    • 200m 26,23s -0,0 (3)
    • 400m DQ (62,02s)
  • Aðstoðarhlaupari (guide) Trausti Stefánsson

Fl. 20 – með þroskahömlun

  • Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir Ármann,
    • Kúluvarp, 9,38m (1)
    • Kringlukast 27,40m (2)
    • Spjótkast 21,47 (3)
  • Stefanía Daney Guðmundsdóttir Eik,
    • 100m 13,64s (1)
    • 200m, 28,46s -0,7 (1)
    • Langstökk 5,02m (1)
    • Spjótkast 27,61m Íslandsmet (2)
  • Íris Guðmundsdóttir Fjörður,
    • kúluvarp, 7,17 (6)
    • Kringlukast 13,79m (6)
    • Spjótkast 14,45m (5)
  • Aníta Ósk Hrafnsdóttir Fjörður,
    • kúluvarp, 7,21m (5)
    • kringlukast 15,70m (5)
    • 400m 1:29,10 (5)
    • 1500m 7:37,50 mín (1) eini keppandinn
  • Emil Steinar Björnsson Ármann,
    • Langstökk 2,89m -0,0 (10)
    • Kúluvarp 8,81m (1) – eini keppandinn
    • Kringlukast 19,89m (2)

Fl. 36 CP – flokkur spastískra

  • Michel Thor Masselter Ármann,
    • 400m 1:29,07 (4)
    • 1500m 6:43,49 mín
    • 5000m 24:53,98 mín (7) Íslandsmet

Fl. 37 CP – flokkur spastískra

  • Ingeborg Eide Garðarsdóttir Ármann,
    • Langstökk 3,05 +0,1 (5)
    • kúluvarp 8,14m (4)
    • kringlukast 18,46m (3)
    • Spjótkast 19,23m – persónulegt met (4)
Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ingeborg Eide með nýtt og glæsilegt Íslandsmet á Ítalíu

Frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir hefur nýlokið keppni á Jesolo 2024 Grand Pr…