Heim 1. tbl 2022 Bretar og Frakkar halda HM í frjálsum og sundi 2023

Bretar og Frakkar halda HM í frjálsum og sundi 2023

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Bretar og Frakkar halda HM í frjálsum og sundi 2023
0
1,064

Heimsmeistaramót IPC í sundi og frjálsum 2023 fara bæði fram í Evrópu en HM í sundi verður í Manchester í Bretlandi og HM í frjálsum í París í Frakklandi. Bæði þessi mót verða ein stærstu mótin áður en Paralympics fara fram í París í Frakklandi sumarið 2024.

Heimsmeistaramótið í frjálsum fer fram í París dagana 8.-17. júlí 2023 og verður stærsta alþjóðlega mótið í Frakklandi fyrir Paralympics 2024. Mótið fer fram á Charlety vellinum sem nokkrir íslenskir afreksíþróttamenn úr röðum fatlaðra ættu að þekkja orðið nokkuð vel. Síðustu ár hafa Frakkar einmitt verið duglegir að halda mót á vellinum á heimsmótaröð IPC í frjálsum. Síðasta heimsmeistaramót í frjálsum fór fram árið 2019 og var þá haldið í Dubai þar sem liðlega 1300 íþróttamenn frá 92 þjóðlöndum tóku þátt. Heimamenn í París búa sig nú undir að halda jafnvel enn stærra mót á næsta ári.

Frétt IPC um HM í frjálsum í París

Heimsmeistaramótið í sundi hefst skömmu eftir HM í frjálsum eða 31. júlí – 6. ágúst 2023. Mótið fer fram í Manchester í Brelandi og verður í þriðja sinn sem HM í sundi fer fram þar í landi en áður var HM í sundi í Brelandi árið 2019 og 2015. Árið 2019 voru rúmlega 600 keppendur frá 73 þjóðlöndum á mótinu og líkt og HM í frjálsum eru Bretar að búa sig undir enn stærra mót að þessu sinni. Mótið fer fram í Manchester Aquatics Centre sem var byggt sérstaklega fyrir Commonwealth leikana 2002.

Frétt IPC um HM í sundi í Manchester

Gera má ráð fyrir að fjöldi íslenskra afreksmanna hafi nú sett mið sitt á bæði heimsmeistaramótin en næstu mánuðir verða afar mikilvægir fyrir okkar fólk í því að tryggja sér farseðilinn til Parísar á Paralympics 2024.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…