janúar 23, 2021

Hvati

  • Hvati Tímarit
    • Hvati — 2.tbl 2020
    • 1. tbl. 2020
    • 2. tbl. 2019
  • Vefsíða ÍF
  • Áfram Veginn – Kynningarmánuður
  • Samskiptaráðgjafi
Heim 2. tbl 2020 (Síða 3)

2. tbl 2020

Líflegt um að litast á Hvatisport.is

By merla
4 vikur ago
in :  #aframveginn, 2. tbl 2020, 2. tbl 2020 - ÍF, 2. tbl 2020 - NPC ICELAND, 2. tbl 2020 - Special Olympics, Áfram veginn
Slökkt á athugasemdum við Líflegt um að litast á Hvatisport.is
92

Dagana 15. nóvember til 15. desember stóð ÍF að Kynningarmánuði hér inni á www.hvatisport.is Illu heilli varð að fresta Paralympic-deginum þetta árið vegna heimsfaraldurs COVID-19 en síðustu fimm ár á undan hefur Paralympic-dagurinn verið stór og skemmtilegur kynningardagur á íþróttalífi fatlaðra og hefur hann farið fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Paralympic-dagurinn 2020 varð því að kynningarmánuði inni á www.hvatisport.is þar …

Lesa grein

Staða og geta íþróttafólks

By merla
4 vikur ago
in :  2. tbl 2020, 2. tbl 2020 - NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við Staða og geta íþróttafólks
186

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá snúast afreksíþróttir um að ná árangri, jafnvel afreks árangri. Það er oft deilt um það hvaða viðmiðanir á að nota til að ákveða hvort íþróttafólk sé á afreksstigi eða ekki. En flestir eru sammála um að minnsta kosti tvennt: Að íþróttamaðurinn æfi og leggi þann metnað í íþrótt sína að meira er …

Lesa grein

Næring íþróttafólks með fatlanir – Birna Varðardóttir

By merla
24/12/2020
in :  2. tbl 2020, 2. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Næring íþróttafólks með fatlanir – Birna Varðardóttir
162

Markmið okkar sem störfum á sviði íþróttanæringar er alltaf að styðja sem best við heilsu og árangur einstaklingsins. Eitt af því sem hjálpar okkur að ná því markmiði eru niðurstöður rannsókna á íþróttafólki. Þær rannsóknir ganga ýmist út á að meta næringarástand og þarfir íþróttafólks eða svörun þeirra við ákveðnum íhlutunum eða tilraunum. Þar að auki höfum við almennar ráðleggingar …

Lesa grein

Heyr mína bæn í nýrri útsetningu Más Gunnarssonar

By merla
23/12/2020
in :  2. tbl 2020, 2. tbl 2020 - NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við Heyr mína bæn í nýrri útsetningu Más Gunnarssonar
143

Hvatisport.is ræddi við sund- og tónlistarmanninn Má Gunnarsson á dögunum en nýverið gaf hann út lagið „Heyr mína bæn“ í nýrri og rokkaðri útsetningu. „Þetta verkefni og lagið „Barn“ eru verkefni sem maður getur sinnt þegar ekki er hægt að vera í sundlauginni,“ sagði Már og viðurkenndi að það getur verið erfitt að reyna að vera afreksmaður á tveimur stöðum. …

Lesa grein

Verðlaunin hvatning til áframhaldandi góðra verka

By merla
22/12/2020
in :  2. tbl 2020, 2. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Verðlaunin hvatning til áframhaldandi góðra verka
109

Ösp hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍÖryrkjabandalag Íslands veitti Hvatningarverðlaun ÖBÍ í fjórtánda sinn þetta árið. Verðlaunin voru afhent á alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember. Verndari verðlaunanna hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var viðstaddur afhendinguna. Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti …

Lesa grein

Ákvörðun sem skilaði úrslitasundi á EM


By merla
21/12/2020
in :  2. tbl 2020, 2. tbl 2020 - NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við Ákvörðun sem skilaði úrslitasundi á EM

227

Guðfinnur Vilhelm Karlsson afrekssundmaður „Ég er fæddur og uppalinn Hafnfirðingur og get því alveg hlegið af nokkrum Hafnarfjarðarbröndurum,“ sagði afrekssundmaðurinn Guðfinnur Vilhelm Karlsson þegar Hvatisport.is tók hús á honum á dögunum. Guðfinnur hefur farið fremur óvanalega leið á afreksferli sínum en hann hafði æft sund um árabil áður en hann tók ákvörðun sem átti eftir að opna fyrir honum alveg …

Lesa grein

Alþjóðavetrarleikar Special Olympics færast fram til 2022

By merla
20/12/2020
in :  2. tbl 2020, 2. tbl 2020 - Special Olympics
Slökkt á athugasemdum við Alþjóðavetrarleikar Special Olympics færast fram til 2022
96

Leikarnir  sem fara áttu upphaflega fram í Svíþjóð árið 2021 munu fara fram í Kazan, Rússlandi 22. – 28. Janúar 2022.  Svíar höfðu lagt mikinn undirbúning í verkefnið en urðu því miður að hætta við framkvæmd. Helsta ástæða var forsendubrestur en ekki tókst að tryggja fjárhagslegan stuðning við verkefnið. Sú ákvörðun Svia að hætta við framkvæmd skapaði miklu óvissu um …

Lesa grein

Hvar eru þau nú? — Baldur Ævar Baldursson

By merla
19/12/2020
in :  2. tbl 2020, 2. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Hvar eru þau nú? — Baldur Ævar Baldursson
173

Frjálsíþróttamaðurinn Baldur Ævar Baldursson situr ekki auðum höndum þó ferillinn í afreksíþróttum sé að baki. Baldur sem verður 40 ára gamall á næsta ári er fæddur og uppalinn á Ólafsfirði og lagði því á sig umtalsverð ferðalög á afreksferli sínum til að stunda æfingar og keppni. „Ég er fæddur og uppalinn á Ólafsfirði og bý hér enn í dag,“ sagði …

Lesa grein

Hreyfing og draumar rauði þráðurinn


By merla
18/12/2020
in :  2. tbl 2020, 2. tbl 2020 - NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við Hreyfing og draumar rauði þráðurinn

160

Ólympíukvöld fatlaðra leiddu einstakar sögur í ljósNýverið lauk sýningum á Ólympíukvöldum fatlaðra hjá RÚV. Um var að ræða fimm þætti sem fóru í máli og myndum yfir þátttöku Íslands á Paralympics allt frá árinu 1980 til ársins 2016. Fjöldi viðmælenda og magnað myndefni gerðu þáttaseríuna einstaka. Hvatisport.is tók hús á Hilmari Björnssyni sem er yfirmaður íþróttadeildar RÚV en hann kvaðst …

Lesa grein

Ólympíukvöld fatlaðra á RÚV

By merla
17/12/2020
in :  2. tbl 2020, 2. tbl 2020 - NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við Ólympíukvöld fatlaðra á RÚV
183

Um miðjan desembermánuð lauk sýningum á Ólympíukvöldum fatlaðra hjá RÚV. Voru þættirnir á dagskrá fimm sunnudaga í röð og eru nú allir aðgengilegir í sarpinum hjá ruv.is Þættirnir fjölluðu í máli og myndum um sögu Paralympics (Ólympíumót fatlaðra) og þátttöku Íslands í verkefnunum frá árinu 1980. Fjöldi gesta lagði leið sína í sjónvarpssal en þáttunum stýrðu íþróttafréttamennirnir Haukur Harðarson og …

Lesa grein
1234Síða 3 af 4

ÍF á Fasbókinni

Við styðjum ÍF

Um okkur

Útgefandi: Íþróttasamband fatlaðra Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík Sími: 514 4080 · Fax: 514 4081 Netfang: if@ifsport.is Ritstjórn: Anna Karólína Vilhjálmsdóttir og Jón Björn Ólafsson Myndir: Jón Björn Ólafsson, Anna Karólína Vilhjálmsdóttir og fleiri Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) var stofnað 17. maí 1979. ÍF er eitt af sérsamböndunum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en hlutverk ÍF er að vinna að eflingu íþróttastarfsemi fatlaðra og að koma fram erlendis í því sambandi.