Heim 2. tbl 2020 Hákon og Björgvin í hörku toppslag síðustu helgi

Hákon og Björgvin í hörku toppslag síðustu helgi

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Hákon og Björgvin í hörku toppslag síðustu helgi
0
83

Borðtennismennirnir Hákon Atli Bjarkason og Björgvin Ingi Ólafsson voru aftur á ferð í 2. deild suður hjá Borðtennissambandi Íslands um síðustu helgi.
Tvær umferðir voru leiknar í TBR húsinu þar sem þeir Hákon og Björgvin töpuðu í hörku toppslag á móti KR B og unnu Víking D í hinum leik helgarinar. Í leiknum gegn KR mætti Björgvin mjög sterkum leikmanni sem er hátt í 200 stigum fyrir ofan hann á styrkleikalista BTÍ og vann hann frábæran 3-2 sigur sem verður að teljast frábært afrek.

Í tvíliðaleik mættu þeir Hákon og Björgvin þeim Skúla Gunnarssyni og Karl Claesson þar sem þeir unnu frábæran 3-0 sigur en bæði Skúli og Karl eru mun hærri á styrkleikalista og er Skúli fyrrum Íslandsmeistari í tvíliðaleik. Niðurstaðan var 3-2 tap í hörkuleik en fyrir þennan leik hafði KR B ekki tapað lotu í deildini. Leikurinn gegn Víking D var svo öruggur 3-0 sigur þar sem Hákon vann sinn einliðaleik örugglega og tvíliðaleikurinn var aldrei í hættu. Þeir Hákon og Björgvin verða aftur á ferðinni um helgina í TBR-húsinu þegar þeir keppa á RIG á laugardag, og mæta svo næst til leiks í deildarkeppnini þann 14. febrúar þegar leikið verður í 7. og 8. umferð 2. deildar. Hákon og Björgvin eru báðir liðsmenn hjá HK og æfa undir stjórn Bjarna Þorgeirs Bjarnasonar.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss

Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fer fram í Kaplakrika laugardaginn 6. mars næstkomandi.…