Heim 2. tbl 2020 Hilmar lauk stórsvigskeppninni í 9. sæti

Hilmar lauk stórsvigskeppninni í 9. sæti

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Hilmar lauk stórsvigskeppninni í 9. sæti
1
804

Stórsvigskeppninni er lokið hjá Hilmari Snæ Örvarssyni sem um þessar mundir er staddur í Sviss. Hilmar lauk stórsvigskeppni dagsins í 9. sæti sem er hans besti árangur í Sviss af þessum þremur keppnisdögum sem farið hafa fram.

Fyrsti dagurinn var á Evrópumótaröðinni en síðustu tveir keppnisdagar í stórsvigi hafa verið á heimsbikarmótaröð IPC. Hilmar var í 12. sæti eftir fyrri ferðina á tímanum 55.42 sek. og þó hann hafi verið sekúndubrotum hægari í seinni umferðinni 55.84 sek. þá kliraði hann engu að síður upp úr 12. sæti í það níunda. Rétt eins og síðustu tvo stórsvigsdaga var það Frakkinn Arthur Bauchet sem hafnaði í 1. sæti.

Á morgun, föstudag og á laugardag verður keppt í svigi sem er sterkari grein Hilmars af þessum tveimur en báðir svigdagarnir munu telja inn á heimsbikarmótaröðina

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…