Heim 2. tbl 2020 Hákon og Björgvin taplausir eftir fjórar umferðir

Hákon og Björgvin taplausir eftir fjórar umferðir

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Hákon og Björgvin taplausir eftir fjórar umferðir
1
162

Borðtennismennirnir Hákon Atli Bjarkason og Björgvin Ingi Ólafsson eru ósigraðir í 2. deild suður hjá Borðtennissambandi Íslands. Tvær umferðir voru leiknar í íþróttahúsi Hagaskóla um síðustu helgi þar sem þeir Hákon og Björgvin unnu alla sína leiki sem HK-C gegn KR og BH.

Í leikjum síðustu helgar gegn KR mætti Björgvin hinum reynda Hannesi Guðrúnarsyni sem er 220 stigum fyrir ofan hann á styrkleikalista BTÍ og vann hann örugglega 3-1 sem verður að teljast stórt afrek hjá Björgvini. Í leiknum gegn BH vann Hákon baráttusigur eftir að hafa lent 2-0 undir jafnaði hann leikinn 2-2 og í oddalotu 10-5 undir náði hann að vinna sig til baka og vinna 13-11 á endanum og þar með leikinn.

HK-C vann KR C 3-2 og BH D 3-1. Þeir Hákon og Björgvin verða aftur á ferðinni um helgina í TBR-húsinu þegar verða leiknir leikir í 5. og 6. umferð 2. deildar. Hákon og Björgvin eru báðir liðsmenn hjá HK og æfa undir stjórn Bjarna Þorgeirs Bjarnasonar.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss

Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fer fram í Kaplakrika laugardaginn 6. mars næstkomandi.…