Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir lokaði í dag sínum öðrum Paralympics á ferlinum þegar hún tók þátt í undanrásum í 400m skriðsundi S6. Thelma synti á 6:31,67 mín. og lauk undanriðlunum í 13. sæti og verður því ekki með í úrslitum kvöldsins.
Thelma keppti einnig á dögunum í 100m bringusundi þar sem hún komst í úrslit og hafnaði í 8. sæti. Thelma var eini keppandi Íslands við leikana sem var að taka þátt í sínum öðrum leikum, allir aðrir voru að taka þátt í fyrsta sinn. Þá var hún ásamt Patreki Axeli fánaberi Íslands við opnunarhátíð leikanna.