Heim 1. tbl 2021 Söguleg þátttaka Örnu Sigríðar á enda í Tokyo

Söguleg þátttaka Örnu Sigríðar á enda í Tokyo

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Söguleg þátttaka Örnu Sigríðar á enda í Tokyo
0
44

Hjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir hefur nú lokið keppni í handahjólreiðum á Paralympics í Tokyo. Arna keppti í Time Trial í gær og varð í 11. sæti en í dag keppti hún í Road Race og hafnaði í 15. sæti á 1:22,04 klst. Brautin í dag var 26,4 km löng en rúmlega 16km löng í tímatöku gærdagsins

Þátttaka Örnu Sigríðar á Paralympics er söguleg fyrir þær sakir að hún er fyrsta íslenska hjólreiðakonan sem keppir á Paralympics og líkast til í fyrsta sinn í sögunni sem íslenska fánanum er flaggað á hinni sögufrægu Fuji International Speedway kappakstursbraut.

Sigurvegari dagsins var hin hollenska Jennette Jansen, silfrið fór til Þýskalands og Bandaríkin unnu til bronsverðlauna en keppnin í þremur efstu sætunum var æsispennandi þar sem allir verðlaunahafarnir komu í mark á 56 mín.

Til hamingju með fyrstu Paralympics Arna Sigríður brautryðjandi!

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…