Heim 1. tbl 2021 Sambandsþing ÍF sett í Laugardalshöll

Sambandsþing ÍF sett í Laugardalshöll

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Sambandsþing ÍF sett í Laugardalshöll
0
1,175

Þórður Árni Hjaltested formaður Íþróttasambands fatlaðra setti í morgun 20. Sambandsþing ÍF í Laugardalshöll. Við setninguna voru afhent nokkur heiðursmerki. Einnig var starfsfólk og keppendur við Paralympics í Tokyo heiðrað fyrir sitt framlag við verkefnið


Sex aðilar voru sæmdir bronsmerki ÍF við setninguna en það voru keppendur Íslands á Paralympics þau Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Róbert Ísak Jónsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Arna Sigríður Albertsdóttir. Patrekur Andrés Axelsson gat ekki verið viðstaddur setningu þingsins en fær sitt heiðursmerki afhent eins fljótt og auðið er.


Að lokinni setningu var þing- og heiðursgetstum boðið til kaffisamsætis og þegar þetta er ritað eru þingstörf hafin og munu þau standa fram eftir degi.

Mynd/ JBÓ – Frá setningu 20. sambandsþings ÍF.
Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…