Þórður Árni Hjaltested formaður Íþróttasambands fatlaðra setti í morgun 20. Sambandsþing ÍF í Laugardalshöll. Við setninguna voru afhent nokkur heiðursmerki. Einnig var starfsfólk og keppendur við Paralympics í Tokyo heiðrað fyrir sitt framlag við verkefnið
Sex aðilar voru sæmdir bronsmerki ÍF við setninguna en það voru keppendur Íslands á Paralympics þau Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Róbert Ísak Jónsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Arna Sigríður Albertsdóttir. Patrekur Andrés Axelsson gat ekki verið viðstaddur setningu þingsins en fær sitt heiðursmerki afhent eins fljótt og auðið er.
Að lokinni setningu var þing- og heiðursgetstum boðið til kaffisamsætis og þegar þetta er ritað eru þingstörf hafin og munu þau standa fram eftir degi.