Heim 1. tbl 2021 Þórður endurkjörinn formaður ÍF

Þórður endurkjörinn formaður ÍF

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Þórður endurkjörinn formaður ÍF
0
285

Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Laugardalshöll í dag. Þórður Árni Hjaltested var endurkjörinn formaður ÍF og Ásta Katrín Helgadóttir var kjörin nýr liðsmaður varastjórnar ÍF.

Matthildur Kristjánsdóttir lét af stjórnarstörfum fyrir ÍF og inn í hennar stað var kjörin Ásta Katrín Helgadóttir til varastjórnar en við það tók Þór Jónsson sæti í aðalstjórn. Voru Matthildi þökkuð vel unnin störf í þágu ÍF og hún sæmd gullmerki sambandsins af þessu tilefni.

Við þingsetningu í morgun var sex Paralympic-keppendum Íslands veitt bronsmerki ÍF en það voru þau Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Patrekur Andrés Axelsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Arna Sigríður Albertsdóttir. Starfsfólk við leikana í Tokyo fékk afhentan blómvönd við þingsetningu.

Við þinglok veitti stjórn ÍF fjórum aðilum heiðursmerki sambandsins en þau voru:
Harpa Björnsdóttir, formaður íþróttafélagsins Ívars, gullmerki ÍF
Valgerður Hróðmarsson nefndarkona í boccianefnd ÍF, gullmerki ÍF
Matthildur Kristjánsdóttir fráfarandi stjórnarkona ÍF, gullmerki ÍF
Jón Björn Ólafsson, íþrótta- og fjölmiðlastjóri ÍF, silfurmerki ÍF

Stjórn ÍF vill þakka þingfulltrúum fyrir góð störf við þingið í dag.

Mynd/ JBÓ – Ný stjörn ÍF tímabilið 2021-2023. Á myndina vantar Ástu Katrínu Helgadóttur.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…