Heim 1. tbl 2021 Þórður endurkjörinn formaður ÍF

Þórður endurkjörinn formaður ÍF

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Þórður endurkjörinn formaður ÍF
0
981

Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Laugardalshöll í dag. Þórður Árni Hjaltested var endurkjörinn formaður ÍF og Ásta Katrín Helgadóttir var kjörin nýr liðsmaður varastjórnar ÍF.

Matthildur Kristjánsdóttir lét af stjórnarstörfum fyrir ÍF og inn í hennar stað var kjörin Ásta Katrín Helgadóttir til varastjórnar en við það tók Þór Jónsson sæti í aðalstjórn. Voru Matthildi þökkuð vel unnin störf í þágu ÍF og hún sæmd gullmerki sambandsins af þessu tilefni.

Við þingsetningu í morgun var sex Paralympic-keppendum Íslands veitt bronsmerki ÍF en það voru þau Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Patrekur Andrés Axelsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Arna Sigríður Albertsdóttir. Starfsfólk við leikana í Tokyo fékk afhentan blómvönd við þingsetningu.

Við þinglok veitti stjórn ÍF fjórum aðilum heiðursmerki sambandsins en þau voru:
Harpa Björnsdóttir, formaður íþróttafélagsins Ívars, gullmerki ÍF
Valgerður Hróðmarsson nefndarkona í boccianefnd ÍF, gullmerki ÍF
Matthildur Kristjánsdóttir fráfarandi stjórnarkona ÍF, gullmerki ÍF
Jón Björn Ólafsson, íþrótta- og fjölmiðlastjóri ÍF, silfurmerki ÍF

Stjórn ÍF vill þakka þingfulltrúum fyrir góð störf við þingið í dag.

Mynd/ JBÓ – Ný stjörn ÍF tímabilið 2021-2023. Á myndina vantar Ástu Katrínu Helgadóttur.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…