Heim 1. tbl 2021 Patrekur hefur lokið keppni með nýtt Íslandsmet í farteskinu

Patrekur hefur lokið keppni með nýtt Íslandsmet í farteskinu

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Patrekur hefur lokið keppni með nýtt Íslandsmet í farteskinu
0
542

Frjálsíþróttamaðurinn Patrekur Andrés Axelsson hefur lokið keppni á Paralympics í Tokyo en hann setti nýtt Íslandsmet í undanrásum í 400m hlaupi T11. Þá eru Már Gunnarsson, ÍRB, og Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, komin í úrslit kvöldsins í sundi. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir verður svo í úrslitum í kúluvarpi á eftir.  

Þessi fyrri partur keppnisdagsins hófst á því að Már tryggði sér sæti í úrslitum kvöldsins í 100m baksundi S11. Már var með þriðja besta tímann inn í úrslitin þegar hann kom í bakkann á 1:10,90 mín. en Íslandsmet hans í greininni er 1:10,43 mín. sem hann setti á HM í London árið 2019. Þá var hann heldur ekki fjarri metinu á 50 metrum en það er 32,83 sek en millitími Más í undanrásum var 33,71 sek. 

Thelma Björg Björnsdóttir varð svo áttunda inn í úrslit kvöldsins í 100m bringusundi SB5 þegar hún synti á tímanum 1:54.02 mín. en Íslandsmet hennar í greininni er 1,52,79 mín. Hin breska Harvey Grace var fyrst eftir undanrásirnar á tímanum 1:42,09 mín.  

Í undanrásum þennan morguninn var Patrekur Andrés Axelsson síðastur á svið þegar hann keppti í 400m spretthlaupi T11 (blindir). Patrekur kom í mark á nýju Íslandsmeti eða á 56,73 sek. og varð sjöundi eftir undanrásirnar sem töldu þrjá riðla. Þrír efstu í hverjum riðli og fjórði besti tíminn í heild komast svo áfram og keppa í úrslitum. Ríkjandi Íslandsmet Patreks var 56,95 sek. svo honum tókst að bæta það í dag á stóra sviðinu!  

Myndir/ JBÓ – Már og Patrekur í undanrásum morgunsins í Tokyo. 

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…