Heim 1. tbl 2021 Már fimmti í æsispennandi úrslitasundi

Már fimmti í æsispennandi úrslitasundi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Már fimmti í æsispennandi úrslitasundi
0
145

Már Gunnarsson sundmaður frá ÍRB í Reykjanesbæ varð áðan fimmti í úrslitum í 100m baksundi S11. Már synti á nýju og glæsilegu Íslandsmeti þegar hann kom í bakkann á 1:10,36 mín. en fyrra met hans var 1:10,43 mín.


Úrslitasundið var hnífjafnt en sigurvegari kvöldsins var Úkraínumaðurinn Serbin Mykhailo á tímanum 1:08,63 mín. Landi hans Viktor Smyrnov varð annar á 1:09,36 mín og bronsið tók Bozun Yang frá Kína á tímanum 1:09,62 mín.

Már er nú hálfnaður með þátttöku sína í Paralympics og hefur lokið tveimur greinum og á þá tvær eftir en það eru 200m fjórsund 30. ágúst og 100m flugsund 3. september.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…