Sundmaðurinn Már Gunnarsson frá ÍRB hefur keppni í dag á Paralympics þegar hann tekur þátt í undanrásum í 50m skriðsundi í flokki S11.
Tveir undanriðlar verða í gangi og átta bestu tímarnir komast í úrslit kvöldsins. Þetta er fyrsta grein Más af fjórum við leikana.
Sundið hefst kl. 09.29 að staðartíma í Tokyo eða tuttugu og níu mínútur eftir miðnætti að íslenskum tíma.