Sundkonan Þórey Ísafold Magnúsdóttir setti um helgina nýtt Íslandsmet í 1500m skriðsundi í 25m laug í flokki S14 (keppni í flokki þroskahamlaðra).Metið setti Þórey á innanfélagsmóti hjá sunddeild KR í innilauginni í Laugardal. Þórey synti á tímanum 21:00,31 mín. en hún á einnig Íslandsmetið í 50m bringusundi í 25m laug en það met hefur staðið síðan árið 2016.