Heim 2. tbl 2020 Hilmar Snær íþróttamaður Garðabæjar

Hilmar Snær íþróttamaður Garðabæjar

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Hilmar Snær íþróttamaður Garðabæjar
0
1,172

Íþróttamenn Garðabæjar árið 2020 eru þau Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður og Ágústa Edda Björnsdóttir, hjólreiðakona. Þetta kom fram á síðu Garðabæjar

Í umsögn á síðu Garðabæjar segir þetta:
Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður er íþróttakarl Garðabæjar í annað sinn. Hilmar Snær tók þátt í 16 mótum á alþjóðlegum vettvangi, þar af 13 Evrópubikarmótum en þremur heimsbikarmótum á keppnistímabilinu 2019-2020. Hann stóð uppi sem sigurvegari í fimm af þessum mótum og var á verðlaunapalli í 11 þeirra. Hilmar varð fyrstur Íslendinga til að sigra Evrópumótaröð IPC í alpagreinum en það gerði hann á lokamótinu í Króatíu í febrúar 2020. Á heimsbikarmótaröðinni landaði hann silfri á Ítalíu í svigi og þrenn gullverðlaun litu svo dagsins ljós í janúar í Jasna í Slóvakíu á móti innan Evrópumótaraðarinnar, tvenn gull í svigi og ein í stórsvigi. Frá Slóvakíu lá leiðin til Zagreb í Króatíu þar sem Hilmar tryggði sér endanlega sigur á Evrópumótaröðinni með tvenn gullverðlaun og eitt silfur í svigi. Lokaniðurstaða Evrópubikarmótaraðarinnar varð því 1. sæti samanlagt í svigi og stórsvigi og 1. sæti í svigi.

Nánar má lesa um Íþróttamenn Garðabæjar á síðunni hér

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…