Lokahátíð heimsleika Special Olympics í Berlín 2023 var 25.júní og keppendur komu til landsins 26.júní. Leikarnir í Berlín voru stærsti íþróttaviðburður heims 2023 þar sem voru 7.000 keppendur, 29 íþróttagreinar, 190 þátttökulönd og 22.000 sjálfboðaliðar Íslenskir keppendur tóku þátt í 10 greinum, badminton, boccia, borðtennis, áhalda og nútímafimleikum, frjálsum íþróttum, golfi, golfi unified, keilu, lyftingum og sundi. Það var magnað …