Heim 1. tbl 2023 Heimsókn til Montenegro og Bosníu & Herzegovinu 

Heimsókn til Montenegro og Bosníu & Herzegovinu 

14 min read
Slökkt á athugasemdum við Heimsókn til Montenegro og Bosníu & Herzegovinu 
0
798

Special Olympics á Íslandi tekur þátt í Evrópuverkefni sem hefur að markmiði að auka virkni barna með sérþarfir í íþróttastarfi. Verkefnið hófst 2021 og lýkur 2023. 

Hér má sjá nánari upplýsingar um verkefnið; https://inclusivesportsforchildren.eu/

Samstarfslönd Íslands eru Bosnia og Herzegovina, Montenegro, Rúmenía,  Slóvakia,  Litháen og Pólland en verkefnið er styrkt af EEA & Norway Grant.     

Ísland gegnir hlutverki ráðgjafa en fékk einnig það hlutverk að yfirfara uppsetningu fræðslubæklings fyrir þjálfara, YA Devlopmental Guide –  https://inclusivesportsforchildren.eu/developmental-sports-implementation-guide/

Þar er sett fram sú nálgun að bjóða börnum upp á æfingar þar sem fram fer þjálfun þvert á greinar. Alhliða færnisþjálfun og æfingar út frá styrkleikum hvers og eins. Segja má að hér geti verið um að ræða framhaldsnámskeið YAP sem er hannað fyrir leikskólaaldur.

Í tengslum við verkefnið munu fulltrúar Íslands heimsækja öll samstarfslöndin og fyrsta heimsóknin var 20. – 26. nóvember 2022 til Svartfjallalands og Bosníu Herzegovínu.

Umsjón með verkefninu hefur Anna Karólína Vilhjalmsdottir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi og þróunarsviðs ÍF.  Það var valinn hópur sem fylgdi henni í þessa fyrstu heimsókn, þau Ásta Katrín Helgadóttir,íþróttakennari í heilsuleikskólanum, Skógarási,  Kári Jónsson, íþróttafulltrúi í Garðabæ og landsliðsþjálfari hjá ÍF og Jón Bjōrn Ólafsson, íþrótta og fjölmiðlafulltrúi ÍF. 

Heimsóknin hófst hjá Special Olympics í Montenegro og það vakti mikla athygli hve vel hefur tekist að innleiða YAP verkefnið. Sérstakur starfsmaður fylgir því eftir og stjórnvöld styðja mjög við innleiðingarferlið. Fræðslubæklingurinn hefur reynst mikilvægt verkfæri til innleiðingar fjölbreyttra æfinga fyrir 6 – 12 ára börn. Fundir voru haldnir með forsvarsfólki Special Olympics í Montenegro, þjálfurum og aðstandendum. Þar kom fram mikill áhugi á verkefninu og foreldrar voru mjög ánægðir með þau tilboð sem sett höfðu verið upp.

Mikill eldmóður var til staðar hjá þjálfurum en aðstæður voru mismunandi og ekki allir sem gátu nýtt þau tilboð sem þeir voru að standa að, þó áhugi væri til staðar.   

Fulltrúar Special Olympics í Montenegro fylgdu íslenska hópnum til Tusla í Bosníu & Herzegovinu þar sem heimsókn hófst með sameiginlegum fundi landanna þriggja.

Farið var í heimsókn í leikskóla sem rekin er af frjálsum félagasamtökum en þar voru eingöngu börn með sérþarfir. Hreyfing var mikilvægur hluti starfsins og þó rými væri ekki mikið var eitt herbergi alfarið nýtt í hreyfiþjálfun. Hópurinn heimsótti grunnskóla, fylgdist með skemmtidagskrá og hitti skólastjórnendur og kennara. Mikilvægt og gott samstarf hefur verið við Special Olympics í B&H sem var greinilega mikils metið hjá báðum aðilum. Einnig var farið í heimsókn til samtaka sem reka sérskóla fyrir fatlaða,  þar sem boðið er upp á ýmsa þjónustu auk náms, afþreyingar og hreyfiþjálfunar. Frjáls félagasamtök gegna gífurlega mikilvægu hlutverki þegar kemur að þessum hópi barna og fullorðinna. 

Haldin var fjölskylduráðstefna á vegum Special Olympics í B & H þar sem fjölskyldur komu saman, hlustuðu á kynningar og tóku þátt sem fyrirlesarar. Fulltrúar Íslands voru með mikilvæg innlegg á ráðstefnunni, tóku þátt í panelumræðum og almennum umræðum. Þessi ráðstefna var mjög áhugaverð og sögur sagðar sem vörpuðu ljósi á þann mikla vanda sem margir búa við.  Þrátt fyrir oft mjög erfiðar aðstæður var mikill baráttuhugur til staðar og það kom ítrekað fram hve mikilvægt það er að fá stuðning og tilboð gegnum starf Special Olympics í B & H.  Í tengslum við ráðstefnuna var haldinn sérstakur íþróttadagur, þar sem YAP þrautabraut var sett upp en þar var mættur stór hópur leikskólabarna auk eldri iðkendum. Boðið var upp á mælingar á styrk, liðleika og fleiri þáttum sem tengjast „Healthy athlete project.“ Nemendur úr háskólum á svæðinu sáu um mælingar og aðstoðuðu þjálfara við að fylgja eftir börnunum við æfingar. Kynnt var verkefnið Fit5 sem er áhugavert verkefni þar sem æfingar geta farið fram jafnt heima sem í íþróttasal.

Á lokadegi heimsóknar var fundur með ráðherrum og fulltrúum borgarstjórnar í Tusla  Þessi fundur er um margt sögulegur en það er ljóst að mikilvægt er að tryggja stuðning við það krefjandi starf sem fram fer hjá Special Olympics B & H. 

Kada Delic Selimovic, frjálsíþróttakona sem tók þátt í Ólympiuleikum 1992 og 1996 leiðir starf Special Olympics í B & H og hún nýtur ómældrar virðingar. Heimsókn Íslands lauk með því að skoða sögusafn íþróttaafreka þar sem mynd af Kada Delic, blasti við þegar inn var komið.

Í Svartfjallalandi og Bosníu & Herzegovinu er unnið gríðarlega mikilvægt starf. Þar leiðir starfið fólk sem með eldmóði drífur aðra með og allir þeir liðsmenn sem við hittum voru drifnir áfram af eldmóði og áhuga. Hlutverk Íslands var að greina og meta þau verkefni sem tengjast Evrópuverkefninu en allt annað sem sem var kynnt fyrir hópnum var ekki síður áhugavert.  Ef gefa á stjörnur fyrir starf sem unnið er, þá fá bæði löndin fullt hús stiga eða 5 stjörnur *****. 

Ýmis viðtöl voru tekin og umfjöllun um heimsóknina var mikil i sjónvarpi og öðrum miðlum. Það er von hópsins að heimsóknin hafi haft jákvæð áhrif á það starf sem unnið er í þessum löndum og varpað ljósi á mikilvægi þessa Evrópusamstarfs sem löndin vinna saman að. 

Þessi heimsókn var einstaklega lædómsrík og það var mjög mikilvægt að hafa reynslumikið fólk í íslenska hópnum. Ōll lögðu þau mikilvægt lóð á vogarskálar á fundum og ráðstefnum um verkefnið. Takk innilega Ásta Katrín Helgadóttir Kári Jónsson Jón Björn Ólafsson

Fundatia Motivation Romania #EEANorwayGrants 

# Inclusivesportsforchildren 

# SpecialOlympicsMotivationConsortium

Myndband um heimsóknina

frétt um heimsóknina í bosníska TV

Frétt með nánari tilvísun í staði sem heimsóttir voru og fréttir um verkefnið. 

From 22.11.2022. until 26.11.2022. In Tuzla, representatives of the Norwegian Grant Fund for Regional Cooperation from Iceland visited Tuzla, which in the past 18 months financed the regional project „Inclusion through sports for children with developmental disabilities“.

The project includes the Special Olympics of Bosnia and Herzegovina, Montenegro, Romania, Slovakia, Iceland, Lithuania and Poland.

As part of the visit, numerous activities were carried out, meetings with competent representatives of the executive and legislative authorities, visits to the associations „Koraci nade“ and „Soci“, the elementary school „Brčanska Malta“, and members of the associations „Hrabro srce“ and „Hrabro srce“ actively participated in the inclusive health program. Duga“ and Sarajevo center „Vladimir Nazor“.

Children from the „Naše dijete“ kindergarten are also included in the inclusive training sessions. Healthy forum was conducted in cooperation with volunteers, students of the Faculty of Medicine – Association of Students of the Faculty of Medicine „Medicus“, students from the Faculty of Education – Rehabilitation.

A wonderful experience and an excellent exchange of knowledge. We thank the guests from @specialolympicsiceland for their trust.

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Special Olympics hópurinn klár fyrir Kraftlyftingamótið 15. nóvember

Dagana 11-16 Nóvember næstkomandi verður heimsmeistaramót í kraftlyftingum haldi…