Heim 1. tbl 2023 Björgvin og Hákon í eldlínunni á Spáni

Björgvin og Hákon í eldlínunni á Spáni

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Björgvin og Hákon í eldlínunni á Spáni
0
747

Borðtennismennirnir Björgvin Ingi Ólafsson og Hákon Atli Bjarkason voru í eldlínunni í gær og fyrradag á Spáni á Costa Brava Open borðtennismótinu. Hákon keppir í sitjandi flokki en Björgvin í standandi flokki.

Í riðlakeppninni í einstaklingskeppninni fékk Hákon tvo topp 20 spilara af heimslistanum og varð að játa sig sigraðan 3-0 í báðum leikjum. Hákon mætti m.a. hinum öfluga Park frá Kóreu sem er í 20. sæti heimslistans og var óheppinn að vinna ekki amk eina lotu í þeirri viðureign. Hákon spilaði svo í tvíliðaleik með Kólombíumanni sem affelgaði hjólastólinn sinn og var á flötu dekki í leiknum á móti Þjóðverjum en Þjóðverjarnir eru rankaðlr nr. 3 og 15 og töpuðu Hákon og félagi 0-3 í erfiðum leik þar sem Hákon dró vagninn fyrir sitt lið.

Björgvin Ingi spilaði fyrst við keppanda frá Belgíu sem vermir 16. sæi heimslistans og tapaði 0-3, Björgvin spilaði svo næst við órankaðan Dana og vann 3-1 og svo við Tékka sem nr. 31 á heimslista og Björgvin vann 3-0 og komst því áfram upp úr sínum riðli í 14 manna úrslit. Þar spilaði hann við Brasilíumann sem er nr. 11 á heimslista og tapaði Björgvin 0-3 og því úr leik.
Björgvin spilaði með Norðmanni í tvíliðaleik og mættu þeir Hollendingum sem eru nr. 2 og 40 á heimslista og töpuðu Björgvin og Norðmaðurinn 1-3 og spilluðu mjög vel í lotum 2 og 3 en herslumuninn vantaði til að landa sigrinum.

Nánar af baráttu þeirra félaga á Spáni síðar en með þeim ytra er Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF og landsliðsþjálfari.

Mynd/ Hákon og Björgvin á Costa Brava í gær.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardagin…