Heim 1. tbl 2023 Björgvin og Hákon í eldlínunni á Spáni

Björgvin og Hákon í eldlínunni á Spáni

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Björgvin og Hákon í eldlínunni á Spáni
0
878

Borðtennismennirnir Björgvin Ingi Ólafsson og Hákon Atli Bjarkason voru í eldlínunni í gær og fyrradag á Spáni á Costa Brava Open borðtennismótinu. Hákon keppir í sitjandi flokki en Björgvin í standandi flokki.

Í riðlakeppninni í einstaklingskeppninni fékk Hákon tvo topp 20 spilara af heimslistanum og varð að játa sig sigraðan 3-0 í báðum leikjum. Hákon mætti m.a. hinum öfluga Park frá Kóreu sem er í 20. sæti heimslistans og var óheppinn að vinna ekki amk eina lotu í þeirri viðureign. Hákon spilaði svo í tvíliðaleik með Kólombíumanni sem affelgaði hjólastólinn sinn og var á flötu dekki í leiknum á móti Þjóðverjum en Þjóðverjarnir eru rankaðlr nr. 3 og 15 og töpuðu Hákon og félagi 0-3 í erfiðum leik þar sem Hákon dró vagninn fyrir sitt lið.

Björgvin Ingi spilaði fyrst við keppanda frá Belgíu sem vermir 16. sæi heimslistans og tapaði 0-3, Björgvin spilaði svo næst við órankaðan Dana og vann 3-1 og svo við Tékka sem nr. 31 á heimslista og Björgvin vann 3-0 og komst því áfram upp úr sínum riðli í 14 manna úrslit. Þar spilaði hann við Brasilíumann sem er nr. 11 á heimslista og tapaði Björgvin 0-3 og því úr leik.
Björgvin spilaði með Norðmanni í tvíliðaleik og mættu þeir Hollendingum sem eru nr. 2 og 40 á heimslista og töpuðu Björgvin og Norðmaðurinn 1-3 og spilluðu mjög vel í lotum 2 og 3 en herslumuninn vantaði til að landa sigrinum.

Nánar af baráttu þeirra félaga á Spáni síðar en með þeim ytra er Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF og landsliðsþjálfari.

Mynd/ Hákon og Björgvin á Costa Brava í gær.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…