Heim 1. tbl 2023 Leikskólinn Jötunheimar innleiðir YAP verkefnið

Leikskólinn Jötunheimar innleiðir YAP verkefnið

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Leikskólinn Jötunheimar innleiðir YAP verkefnið
0
586

YAP á Selfossi

Leikskólinn Jötunheimar á Selfossi er kominn í samstarf við Special Olympics á Íslandi og Íþróttasamband fatlaðra við innleiðingu YAP verkefnisins. 

Sigurlín Jóna Baldursdóttir, íþróttafræðingur sér um hreyfiþjálfun í Jötunheimum. Hún hefur verið að innleiða YAP verkefnið í því hreyfistarf sem fyrir var og er mikilvægt að þar hefur hún notið stuðnings leikskólastjórans, Júlíönu Tyrfingsdóttur.

Fyrirhugað er að halda kynningardag YAP á Selfossi og vonast er eftir því að YAP verkefnið veki áhuga og þróist áfram á Suðurlandi.

Hér er grein sem Sigurlín Jóna Baldursdóttir íþróttafræðingur, tók saman um mikilvægi hreyfiþjálfunar barna og YAP verkefnið.

Leikskólinn Jötunheimar

Mikilvægi hreyfingar til þess að stuðla að góðum hreyfiþroska hjá ungum börnum 2-6 ára.

Mikilvægt  er að hlúa vel að hreyfiþroska barna frá aldrinum 2- 6 ára aldurs. Rannsóknir sýna að til þess að stuðla að góðum hreyfiþroska þurfum við að örva og þjálfa hreyfingu með skipulögðum hætti. Þar sem börnin dvelja stóran hluta dagsins í leikskólum, ættu leikskólar að hafa góða aðstöðu fyrir hreyfingu og starfsfólk sem býr yfir þekkingu til að örva hreyfiþroska barnanna (Venetsanou og Kambas, 2010). Fagmenn þurfa að kunna að leiðbeina, hvetja og stýra hreyfingu barnanna, því að þannig náum við tilætluðum árangri. Sýnt hefur verið fram á að snemmtæk íhlutun hjá börnum sem glíma við hreyfivanda eykur hreyfifærni þeirra.

Við í Jötunheimum leggjum metnað í að stuðla að góðum hreyfiþroska hjá öllum börnum og erum meðvituð um að snemmtæk íhlutun eykur hreyfifærni þeirra barna sem eru með slakan hreyfiþroska. Í hreyfitíma í Jötunheimum vinna fagaðilar og gefast börnum með skerta hreyifærni kostur á auka íhlutun í formi hreyfitíma með fagaðila. Þessa snemmtæku íhlutun munum við vinna með í gegnum verkefni YAP – young athletes program.  

YAP – young athletes program  

Ísland hóf innleiðingu YAP árið 2015 og er áhersla lögð á samstarf við leikskóla. YAP kemur inn á grunnfærni hreyfiþroska, eins og t.d að ganga, hlaupa, hoppa, jafnvægi, kasta og sparka. Markmiðið með þessu verkefni er að öll börn sem þurfa á aukahreyfiþjálfun að halda til þess að bæta slakan hreyfiþroska fái þá aðstoð sem þau þurfa og að lögð sé áhersla á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar. Þó áherslan á YAP prógramið sé á börn með þroskahömlun, er markmiðið að öll börn njóti góðs af; fatlaðir eða ófatlaðir. Ef leikskólar leggja markvissa áherslu á hreyfingu eins og YAP býður upp á, getur það stuðlað að því að börn með einhverskonar þroskahömlun verði virkari í íþróttastarfi í framtíðinni. Mun þetta prógram hjálpa okkur í að gera leikskólan í Jötunheimum enn betri og faglegri leikskóla með snemmtækri íhlutun og faglegri þjálfun.

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

NÝTT  Á ÍSLANDI, Unified Schools

Special Olympics á Íslandi hóf í haust innleiðingu á verkefninu Unified Schools sem er alþ…