Heim 1. tbl 2023 Ísland sendir átta fulltrúa á Global Games 2023

Ísland sendir átta fulltrúa á Global Games 2023

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Ísland sendir átta fulltrúa á Global Games 2023
0
832

Global Games fara fram í Vichy í Frakklandi dagana 4.-10. júní næstkomandi. Alls átta íslenskir fulltrúar verða við leikana og munu keppa í sundi og frjálsum.

Global Games eru stærstu leikar VIRTUS samtakanna en þau eru alþjóðleg íþróttasamtök einstaklinga með þroskahamlanir. Íþróttasamband fatlaðra hefur verið virkur meðlimur VIRTUS sem áður störfuðu undir nafninu INAS-Fid.

 
VIRTUS heldur Global Games fjórða hvert ár og að þessu sinni fara leikarnir fram í Vichy í Frakklandi.

Val íslenska hópsins:

Þórey Ísafold Magnúsdóttir, sund – KR
Snævar Örn Kristmannsson, sund – ÍFR
Anna Rósa Þrastardóttir, sund – Fjörður
Herdís Guðbjartsdóttir, sund – Fjörður
Emelía Ýr Gunnarsdóttir, sund – Fjörður
Róbert Ísak Jónsson, sund – SH/Fjörður
Hulda Sigurjónsdóttir, frjálsar – Ármann
Stefanía Daney Guðmundsdóttir, frjálsar – Eik

Ingi Þór Einarsson fyrrum landsliðsþjálfari ÍF í sundi og sérfræðingur um flokkunarmál þroskahamlaðra íþróttamanna verður fararstjóri í ferðinni. Nánari upplýsingar um Global Games er hægt að kynna sér á heimasíðu VIRTUS eða á heimasíðu heimsleikanna á www.gg2023.org

Mynd/ Hulda Sigurjónsdóttir frjálsíþróttakona er ein af átta fulltrúum Íslands á Global Games.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Bocciaveisla á Akureyri

Nýverið fóru Íslandsmót og Hængsmót í boccia fram saman á Akureyri en tilefni fyrir þessu …