Heim 1. tbl 2023 Minning: Pálmar Guðmundsson

Minning: Pálmar Guðmundsson

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Minning: Pálmar Guðmundsson
0
1,278

Á árunum í kringum 1990 kom fram á sjónarsviðið hópur fatlaðra íþróttamanna sem innan raða ÍF hafa oft verið nefnd „gullkynslóðin.” Með þeim hófst íslenska vorið í íþróttum fatlaðra þar sem árangur þessara einstaklinga breiddi hróður Íslands víða um heim og skipaði Íslandi sess sem stórþjóð í íþróttum fatlaðra.

Einn þeirra sem þennan hóp skipaði var Pálmar Guðmundsson sem með sínum löngu sundtökum varð nær ósigrandi um árabil í sínum fötlunarflokki. Þannig vann hann til fjölda verðlauna á Evrópu-, Heims- og Ólympíumótum fatlaðra auk þess að setja nokkur heimsmet í sínum flokki. Þá hlaut Pálmar fjölda viðurkenninga á innlendum vettvangi þar sem hann var m.a. sæmdur afreksskildi Íþróttasambands fatlaðra auk þess að vera kjörinn Íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra 1998.

Pálmar hafði gráglettinn húmor sem hann notaði óspart á samferðafólk sitt hvort heldur þjálfara eða fylgdarfólk en hann hafði líka mikið keppnisskap sem hans ágætu þjálfarar nýttu óspart til að gera hann fremstan meðal jafningja.

Um leið og Íþróttasamband fatlaðra þakkar Pálmari hans framlag til íþrótta fatlaðra vottum við fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðar.

Minningin um góðan dreng og fráæran sundmann lifir.

Fyrir hönd Íþróttasambands fatlaðra
Ólafur Magnússon


Myndir/ úr einkasafni Kristín Guðmundsdóttir

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…