Flokka- og bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fór fram í Ásvallalaug um síðastliðna helgi. Íþróttafélagið Fjörður varð þá bikarmeistari og eitt nýtt Íslandsmet leit dagsins ljós. Fjörður hlaut 707 stig í bikarkeppninni en í 2. sæti var ÍFR með 340 stig og Ösp hafnaði í 3. sæti með 192 stig. Óðinn varð í fjórða sæti með 92 stig og Ármann …