Heim 1. tbl 2022 Vorboðinn ljúfi 

Vorboðinn ljúfi 

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Vorboðinn ljúfi 
0
704

Árvisst og jafn örugglega og dagur rís koma fulltrúar Kiwanisklúbbsins Heklu færandi hendi en Heklumenn eru jafnan þekktir sem vorboðinn ljúfi í starfi Íþróttasambands fatlaðra.  

Kiwanisklúbburinn Hekla hefur um árabil styrkt myndarlega við starfsemi ÍF og verður meðlimum klúbbsins seint fullþakkaður sá velvilji og stuðningur sem klúbburinn hefur sýnt íþróttum fatlaðra. 

Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs, ásamt Þórði Árna Hjaltested, formanni ÍF, veittu styrknum móttöku á dögunum en það voru þeir Ingólfur Friðgeirsson, Garðar Hinriksson, Ólafur G. Karlsson og Birgir Benediktsson, forseti Kiwanisklúbbsins Heklu, sem afhentu styrkinn fyrir hönd Heklumanna. 

Kiwanis- og Lionsklúbbar hafa allt frá stofnun Íþróttasambands fatlaðra verið ötulir í stuðningi sínum við sambandið. Með tilliti til aukinnar verkefnastöðu sambandsins er það því Íþróttasambandi fatlaðra afar mikilvægt að eiga jafnöfluga stuðningsaðila og raun ber vitni.   

Á myndinni sjást frá vinstri Birgir Benediktsson, Garðar Hinriksson, Ólafur G. Karlsson frá i Kiwanisklúbbnum Heklu og Þórður Árni Hjaltested og Ólafur Magnússon frá ÍF við afhendingu styrksins. 

Ljósmynd: Jón Björn

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…