Í dag fagnar Íþróttasamband fatlaðra 42 ára afmæli sínu en sambandið var stofnað þennan dag árið 1979. Á þessum rúmu 40 árum hefur íslenskt íþróttafólk úr röðum fatlaðra borið hróður landsins víða um heim bæði á afreks- og almenningsstigum íþróttanna. Á afmælisdeginum er gott að staldra við og líta yfir verkefnin framundan en þau eru æði mörg. Hæst ber Paralympics …