Heim 1. tbl 2021 Róbert fimmti í 200m skriðsundi

Róbert fimmti í 200m skriðsundi

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Róbert fimmti í 200m skriðsundi
0
894

Fyrsta keppnisdegi á Evrópumeistaramóti IPC í sundi lauk í dag þar sem íslensku keppendurnir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson voru báðir mættir til leiks. Róbert Ísak synti sig inn í úrslit og hafnaði í 5. sæti en Már, þrátt fyrir bras í undanrásum, náði 9. sæti og var varamaður í úrslitum kvöldsins.


Róbert synti á 2.04.42 mín. í undanrásum og í úrslitum gerði hann ögn betur og kom í bakkann á tímanum 2:02.20 mín. sem dugði honum í 5. sæti í 200m skriðsundi S14. Brasilíumaðurinn Gabriel Bandeira tók gullið á 1:55.37 mín. en sökum heimsfaraldurs COVID-19 og hve stutt er til Paralympics í Tokyo var ákveðið að hafa Evrópumeistaramótið opið þátttakendum frá öllum þjóðum.

Hér má nálgast úrslit mótsins

Már keppti í 50m skriðsundi S11 og kom í bakka á 29,24 sek. í undanrásum og varð því níundi og fyrsti varamaður inn í úrslit kvöldsins. Greinin gekk ekki áfallalaust fyrir sig þennan daginn eins og Már greinir frá á Instagram-síðu sinni í dag. Þar kemur m.a. fram að hann festi hægri höndina í brautarlínunni og að hann hafi rekið höfuðið í bakkann.
Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…