Heim 1. tbl 2021 Heimsmet Más í Laugardalslaug

Heimsmet Más í Laugardalslaug

7 min read
Slökkt á athugasemdum við Heimsmet Más í Laugardalslaug
0
670

Íslandsmót SSÍ og ÍF í 50m laug fór fram um síðustu helgi í Laugardalslaug en þar bar helst til tíðinda að sundmaðurinn Már Gunnarsson frá ÍRB setti nýtt og glæsilegt heimsmet í 200m baksundi S11 (blindir). Metið hafði staðið frá Paralympics í Barcelona 1992. Til hamingju með frábæran árangur Már!


Við mótið féllu einnig nokkur Íslandsmet þar sem Már og Hafnfirðingurinn Róbert Ísak Jónsson fóru fremstir í flokki. Róbert sem keppir í flokki S14 (þroskahamlaðir) synti sig inn í úrslit í öllum sínum greinum. Með heimsmeti helgarinnar var Már með alls fjögur ný Íslandsmet en þau féllu í 200m baksundi, 50m baksundi og 100m skriðsundi. Róbert Ísak bætti Íslandsmetið í 100m flugsundi.


Íslandsmetin á mótinu:
                                
Már Gunnarsson                        S11       200 baksund                 2:33,76              23/04/21
Róbert Ísak Jónsson                  S14       100 flugsund                 0:58,54              23/04/21
Már Gunnarsson                        S11       200 baksund                 2:32,31              23/04/21*HM
Már Gunnarsson                        S11       50 baksund                    0:32,83            24/04/21
Már Gunnarsson                        S11       100 skriðsund               1:02,96              24/04/21


Myndband: Heimsmetasundið hjá Má
 

Um heimsmet: Þegar heimsmet eru sett á mótum sem hafa keppnisleyfi frá IPC (International Paralympic Committee) þá fer umsóknarferli í gang. Íþróttasamband fatlaðra hefur þegar skilað inn öllum nauðsynlegum gögnum og þá var m.a. einnig framkvæmt lyfjapróf sem er skylda að fari fram við bætingu á heimsmeti. Beðið er eftir úrvinnslu gagna svo hægt sé að staðfesta heimsmetið með formlegum hætti.

Fréttir af heimsmeti Más í Laugardalslaug

Mbl.is: Már setti heimsmet í Laugardalnum
Mbl.is: Æðislegt að kljúfa múr sem enginn annar hefur klofið


RÚV sjónvarpsfréttir: Már bætti tæplega 30 ára gamalt heimsmet

Vísir.is: Már Gunnarsson setti heimsmet

Fréttablaðið: Már synti undir gildandi heimsmeti
Fréttablaðið: Már er í sínu besta líkamlega formi á ferlinum


Víkurfréttir: Már setti heimsmet
Víkurfréttir: Hef verið í bandi við laugina síðan ég man eftir mér (ítarlegt viðtal við Má í vefútgáfu Víkurfrétta)

Frá vinstri eru Davíð Hildiberg Aðalsteinsson tæknilegur þjálfari Más, Már Gunnarsson heimsmethafi og faðir hans og „bankari“ (e. tapper) Gunnar Már Másson. 
Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glimrandi stemmning hjá SO hópi Hauka

Special Olympics hópur Hauka i Hafnarfirði eflist með hverju ári. Haukar sendu 3 lið á min…