Heim 1. tbl 2021 Fyrsti keppandi stjörnuflokks á dansíþróttamóti á Íslandi

Fyrsti keppandi stjörnuflokks á dansíþróttamóti á Íslandi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Fyrsti keppandi stjörnuflokks á dansíþróttamóti á Íslandi
0
628

Um helgina keppti fyrsti einstaklingurinn í stjörnuflokki. Stjörnuflokkur er keppnisflokkur fyrir börn og fullorðna með fötlun. Sú sem braut blað í íslenskri dansíþróttasögu var hún Agata Erna Jack, en hún keppti með hjálp þjálfara síns henni Lilju. Óskum henni til hamingju með árangurinn. Hún keppti frá dansfélaginu Hvönn. Agata Erna er búin að æfa dans lengi og skráði sig í gegnum Fjölmennt og þótti henni mjög gaman að keppa á mótinu. Gaman verður að sjá fleiri keppendur í stjörnuflokki á komandi árum.

Agata Erna Jack var fyrsta sem keppti í stjörnuflokki í dag á Íslandsmeistaramótinu í 10 dönsum. Þar dansaði hún mjög vel cha cha cha og waltz með þjálfara sínum. Hún uppskar bikar fyrir afrekið. Hún á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í dansinum enda mjög áhugasamur dansíþróttamaður.
 
Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glimrandi stemmning hjá SO hópi Hauka

Special Olympics hópur Hauka i Hafnarfirði eflist með hverju ári. Haukar sendu 3 lið á min…