Heim 1. tbl 2021 Íþróttasamband fatlaðra 42 ára í dag

Íþróttasamband fatlaðra 42 ára í dag

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Íþróttasamband fatlaðra 42 ára í dag
0
847
Þórður Árni formaður með merki sambandsins

Í dag fagnar Íþróttasamband fatlaðra 42 ára afmæli sínu en sambandið var stofnað þennan dag árið 1979. Á þessum rúmu 40 árum hefur íslenskt íþróttafólk úr röðum fatlaðra borið hróður landsins víða um heim bæði á afreks- og almenningsstigum íþróttanna. Á afmælisdeginum er gott að staldra við og líta yfir verkefnin framundan en þau eru æði mörg. Hæst ber Paralympics í Tokyo í ágúst og september og skömmu síðar eða í ársbyrjun 2022 fara fram Winter Paralympics í Peking í Kína. Þá stendur nú yfir Evrópumeistaramót IPC í sundi og í lok maímánaðar sendir Ísland út 11 manna hóp til Póllands á Evrópumeistaramót IPC Í frjálsum íþróttum. Alþjóðavetrarleikar Special Olympics verða í Kazan, Rússlandi í lok janúarmánaðar og þar verða 6 íslenskir keppendur. Það er því nóg við að vera á erlendum vettvangi í skugga heimsfaraldursins.

Heimavið hafa mörg verkefni þurft að bíða betri tíma en það var einkar ánægjulegt að gangsetja mótahaldið á nýjan leik þegar Íslandsmót ÍF í borðtennis fór fram í húsnæði ÍFR í hátúni. Gaf mótið von um að bráðlega væri hægt að fá starfið í fullan blóma á nýjan leik. ÍF og Special Olympics eru að hefja þátttöku í nýju alþjóðaverkefni sem byggir á íþróttaþátttöku allra barna en verkefnið er til þriggja ára og styrkt af Norway Grant.

Með von um áframhaldandi gott samstarf við almenning, yfirvöld og fyrirtæki í landinu. Stjórn og starfsfólk ÍF

Frétt um stofnun Íþróttasambands Fatlaðra í Íþróttablaðinu 1. nóvember 1979.
Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…