Heim 1. tbl 2021 Bergrún með nýtt Íslandsmet í kúluvarpi

Bergrún með nýtt Íslandsmet í kúluvarpi

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Bergrún með nýtt Íslandsmet í kúluvarpi
0
1,438

Fyrri keppnisdagur á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra fór fram á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika í dag. Nokkuð hvasst var við mótið en þokkalega hlýtt og tvö ný Íslandsmet litu dagsins ljós í kúluvarpi og 1500m hlaupi

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH sem í ágúst og september verður einn af sex fulltrúum Íslands á Paralympics í Tokyo stórbætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni 9,10 metra í flokki F37 kvenna. Þar með varð Bergrún Íslandsmeistari eftir hörku keppni við Ingeborg Eide Garðarsdóttur frá Ármanni en báðar komu þær heim af EM í Póllandi með verðlaun í kúlunni fyrr í sumar. Ingeborg sem hreppti silfrið kastaði lengst 8,87 metra sem er hennar persónulega besti árangur. Fyrra Íslandsmetið í flokknum átti Bergrún sjálf en það var 8,89m. og hafði staðið frá árinu 2018.

Mikill fjöldi persónulegra bætinga leit dagsins ljós í Krikanum en Stefanía Daney Guðmundsdóttir frá Eik rakaði að sér verðlaunum í dag. Stefanía er ein þeirra sem verður ekki við keppni seinni daginn á morgun þar sem hún ferðast ytra á morgun til æfingabúða. Stefanía náði sínu lengsta stökki á tímabilinu til þessa þegar hún stökk 4,89m. í langstökkskeppninni í flokki F20.

Ármenningurinn Erlingur Ísar Viðarsson var að uppskera vel í dag með persónulegar bætingar í kúluvarpi og langstökki og þá var Aníta Ósk Hrafnsdóttir frá ÍFR með nýtt Íslandsmet í 1500m hlaupi T20 kvenna þegar hún kom í mark á tímanum 8:04,64 mín.

Hér má nálgast úrslit dagsins sem og keppnisdagskrá morgundagins

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…