Heim 1. tbl 2021 Bergrún með nýtt Íslandsmet í kúluvarpi

Bergrún með nýtt Íslandsmet í kúluvarpi

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Bergrún með nýtt Íslandsmet í kúluvarpi
0
301

Fyrri keppnisdagur á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra fór fram á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika í dag. Nokkuð hvasst var við mótið en þokkalega hlýtt og tvö ný Íslandsmet litu dagsins ljós í kúluvarpi og 1500m hlaupi

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH sem í ágúst og september verður einn af sex fulltrúum Íslands á Paralympics í Tokyo stórbætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni 9,10 metra í flokki F37 kvenna. Þar með varð Bergrún Íslandsmeistari eftir hörku keppni við Ingeborg Eide Garðarsdóttur frá Ármanni en báðar komu þær heim af EM í Póllandi með verðlaun í kúlunni fyrr í sumar. Ingeborg sem hreppti silfrið kastaði lengst 8,87 metra sem er hennar persónulega besti árangur. Fyrra Íslandsmetið í flokknum átti Bergrún sjálf en það var 8,89m. og hafði staðið frá árinu 2018.

Mikill fjöldi persónulegra bætinga leit dagsins ljós í Krikanum en Stefanía Daney Guðmundsdóttir frá Eik rakaði að sér verðlaunum í dag. Stefanía er ein þeirra sem verður ekki við keppni seinni daginn á morgun þar sem hún ferðast ytra á morgun til æfingabúða. Stefanía náði sínu lengsta stökki á tímabilinu til þessa þegar hún stökk 4,89m. í langstökkskeppninni í flokki F20.

Ármenningurinn Erlingur Ísar Viðarsson var að uppskera vel í dag með persónulegar bætingar í kúluvarpi og langstökki og þá var Aníta Ósk Hrafnsdóttir frá ÍFR með nýtt Íslandsmet í 1500m hlaupi T20 kvenna þegar hún kom í mark á tímanum 8:04,64 mín.

Hér má nálgast úrslit dagsins sem og keppnisdagskrá morgundagins

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glimrandi stemmning hjá SO hópi Hauka

Special Olympics hópur Hauka i Hafnarfirði eflist með hverju ári. Haukar sendu 3 lið á min…