Heim 1. tbl 2021 Ármann Íslandsmeistari 2021

Ármann Íslandsmeistari 2021

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Ármann Íslandsmeistari 2021
0
858

Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum utanhúss lauk á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í dag. Ármenningar urðu Íslandsmeistarar félaga og eitt nýtt Íslandsmet leit dagsins ljós á þessum síðari keppnisdegi mótsins. 

Frétt frá afrakstri fyrri keppnisdagsins má nálgast hér.

Í dag á síðari deginum var það Ingeborg Eide Garðarsdóttir frá Ármanni sem setti nýtt Íslandsmet í sleggjukasti í flokki F37 þegar sleggjan flaug 17,79 metra. 

Þar með féllu þrjú met þessa helgina og mikið var um persónulegar bætingar sem er einkar ánægjulegt miðað við þá annmarka sem heimsfaraldurinn hefur sett í æfinga- og keppnisreikning íþróttafólksins. 


Íslandsmet sem féllu á mótinu:

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH: Kúluvarp F37: 9,10 m.
Aníta Ósk Hrafnsdóttir, ÍFR: 1500m hlaup: 8:04,64 mín.
Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Ármann: Sleggjukast F37: 17,79m. 

Úrslit mótsins má nálgast hér
Á Facebook síðu ÍF er mikið safn mynda frá helginni.

Stjórn og starfsfólk ÍF þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd mótsins og sérstakar þakkir fá Egill Þór Valgeirsson og félagar í frjálsíþróttanefnd ÍF og frjálsíþróttadeild FH. 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…