Hjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir hefur nú lokið keppni í handahjólreiðum á Paralympics í Tokyo. Arna keppti í Time Trial í gær og varð í 11. sæti en í dag keppti hún í Road Race og hafnaði í 15. sæti á 1:22,04 klst. Brautin í dag var 26,4 km löng en rúmlega 16km löng í tímatöku gærdagsins
Þátttaka Örnu Sigríðar á Paralympics er söguleg fyrir þær sakir að hún er fyrsta íslenska hjólreiðakonan sem keppir á Paralympics og líkast til í fyrsta sinn í sögunni sem íslenska fánanum er flaggað á hinni sögufrægu Fuji International Speedway kappakstursbraut.
Sigurvegari dagsins var hin hollenska Jennette Jansen, silfrið fór til Þýskalands og Bandaríkin unnu til bronsverðlauna en keppnin í þremur efstu sætunum var æsispennandi þar sem allir verðlaunahafarnir komu í mark á 56 mín.
Til hamingju með fyrstu Paralympics Arna Sigríður brautryðjandi!