Heim 1. tbl 2021 Bergrún lokar sínum fyrstu Paralympics

Bergrún lokar sínum fyrstu Paralympics

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Bergrún lokar sínum fyrstu Paralympics
0
808

Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH hefur lokað sínum fyrstu Paralympics en í dag hafnaði hún í 8. sæti í langstökkskeppni T37 kvenna. Bergrún stökk lengst 4,04 metra en hennar besti árangur í greininni er 4,27 metrar.


Hin kínverska Xiaoyan Wen varð meistari með stökki upp á 5,13 metra. Wen þessi varð einnig heimsmeistari árið 2019 þegar þær Bergrún mættust í langstökkinu á HM í Dubai.


Stökksería Bergrúnar:3,74 – x – 4,04 – 3,85 – 4,01 – 3,92 


Ísland hefur nú lokið þátttöku sinni í frjálsíþróttakeppninni á Paralympics þar sem Patrekur Andrés Axelsson úr FH kemur heim með nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi T11. Bergrún kemur með annað met eða 9,57 metra í kúluvarpi. Glæsilegur árangur og til hamingju Patrekur og Bergrún. 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…