Heim 1. tbl 2021 Bergrún stórbætti Íslandsmetið í kúluvarpi

Bergrún stórbætti Íslandsmetið í kúluvarpi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Bergrún stórbætti Íslandsmetið í kúluvarpi
0
1,363

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH stórbætti Íslandsmetið sitt í kúluvarpi F37 á Paralympics í Tokyó í dag. Fyrra met hennar í greinnni var 9.10m sem hún setti á Íslandsmóti ÍF fyrr í sumar. Í kvöld stórbætti hún metið á Ólympíuleikvanginum í Tokyo þegar hún kastaði 9,57 metra! 


Metið kom strax í fyrstu tilraun þegar Bergrún varpaði kúlunni 9,57 metra. Annað kast var ógilt og þriðja kastið var aftur yfir gamla metinu þegar hún kastaði 9,41m. Fjórða kastið var ógilt og það fimmta reyndist 8,44 m. Í sjötta og síðasta kastinu fór hún 9,01m. og þar við sat og 7. sætið staðreynd. 


Sigurvegari kvöldsins var hín öfluga Lisa Adams frá Nýja Sjálandi en hún setti Paralympic met þegar hún varpaði kúlunni 15,12 metra.

TOKYO, JAPAN – AUGUST 28: Bergrun osk Adalsteinsdottir competes in the women’s Shot put F37 during the Tokyo 2020 Paralympic Games at Olympic Stadium on August 28, 2021 in Tokyo, Japan (Photo by Helene Wiesenhaan)

Myndir: Helene Wiesenhaan

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…