Heim 1. tbl 2021 Yfirvöld í Japan áætla 10.000 manna áhorfendahámark

Yfirvöld í Japan áætla 10.000 manna áhorfendahámark

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Yfirvöld í Japan áætla 10.000 manna áhorfendahámark
0
198

Áætlað er að yfirvöld í Japan muni heimila allt að 10.000 áhorfendur á viðburðum Ólympíuleikanna og Paralympics þegar yfirstandandi neyðarsástandi vegna COVID-19 verður aflétt í landinu. Tokyo-borg og önnur svæði í Japan eru enn við neyðarástand sem sett var á í aprílmánuði.

Samkvæmt vefmiðlinum www.insidethegames.biz mega 5000 áhorfendur vera á viðburðum, eða um 50% af heildarsætarýmum hvers leikvangs, þessi tala verður tvöfölduð meðan á leikunum stendur. Sem fyrr er ljóst að erlendir áhorfendur verða ekki leyfðir við leikana og því á fjöldatakmörkunin einungis við um heimamenn.

Ísland sendir fjóra keppendur á Paralympics og enn eiga nokkrir íþróttamenn möguleika á að komast inn á leikana en það skýrist á næstu misserum.

Nánar má lesa um málið hér.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glimrandi stemmning hjá SO hópi Hauka

Special Olympics hópur Hauka i Hafnarfirði eflist með hverju ári. Haukar sendu 3 lið á min…