Heim 1. tbl 2021 Thelma Björg á Opna þýska meistaramótinu í Berlín

Thelma Björg á Opna þýska meistaramótinu í Berlín

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Thelma Björg á Opna þýska meistaramótinu í Berlín
2
314

Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, keppti um helgina á Opna Þýska meistaramótinu í Berlín og undirbýr sig fyrir Paralympics sem fara fram í Tókýó í lok ágúst. Á mótinu tók hún þátt í 100m bringusundi, 100m skriðsund og 50m skriðsund.

Keppnin hófst þann 17. júní þar sem Thelma Björg keppti í 100m bringusundi og synti á tímanum 1:54,99 í undanrásunum sem kom henni áfram í C úrslit. Í úrslitunum endaði hún á tímanum 1:56,00 en Íslandsmet Thelmu Bjargar í sundinu er 1:52,79.

Næsta grein var 100m skriðsundi þar sem hún synti á tímanum 1:30,18 og Thelma Björg endaði mótið á 50m skriðsundi þar sem hún synti á tímanum 0:41,31.

Næst taka við æfingar ásamt æfingabúðum í sumar fram að Tókýó.

Thelma ásamt þeim Kristínu Guðmundusdóttur og Melkorku Rán Hafliðadóttur.
Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glimrandi stemmning hjá SO hópi Hauka

Special Olympics hópur Hauka i Hafnarfirði eflist með hverju ári. Haukar sendu 3 lið á min…