Evrópuskrifstofa Special Olympics og Special Olympics á Íslandi gegna hlutverki „Expert“ sem felst fyrst og fremst í stjórnun og ráðgjöf. Motivation Romania hefur umsjón með framkvæmd verkefnis en þátttökulönd eru auk Íslands, Rúmenía, Litháen, Svartfjallaland, Slóvakíu og Bozníu – Herznegovínu.
Markmið er að efla tækifæri barna með stuðningsþarfir í íþróttastarfi, að stuðla að vitundarvakningu og skapa vettvang þar sem öll börn njóta fjölbreyttra valkosta þegar kemur að vali á íþróttagrein. Þetta verkefni er í raun framhald YAP verkefnisins sem felur í sér hreyfiþjálfun leikskólabarna. Hér er horft á mikilvægi þess að öll börn njóti jákvæðrar upplifunar í fjölbreyttri flóru íþróttanna.
Ísland óskaði eftir að á að tengja verkefnið við grasrótarverkefni á Íslandi. Samstarfsverkefni eru nú í gangi, annars vegar við körfuknattleiksdeild Hauka vegna Special Olympics hópsins og hins vegar var komið á nýju samstarfsverkefni í Reykjanesbæ. Þar var leitað til Ungmennafélags Keflavíkur og UMNF sem brugðust vel við og hafa sett upp sameiginlegar æfingar í knattspyrnu og körfubolta fyrir börn með stuðningsþarfir í samráði við íþróttafélagið Nes.
Verkefni þjálfara á Íslandi hefur m.a. verið að meta efni fræðslubæklings fyrir þjálfara – YA Devolopment Guide sem gefinn var út í tengslum við verkefnið og á að nýtast sem fræðsluefni fyrir þjálfara
Ísland mun standa að þjálfararáðstefnu fyrir samstarfslöndin en megináhersla er að yfirfæra þekkingu og fræðslu milli samstarfslanda á hverju sviði. Ísland tekur einnig þátt í samstarfi vegna rannsóknarverkefnis sem stýrt er frá háskóla í Poznan, Póllandi.
Yfir 5 milljónir iðkenda eru skráðir hjá aðildarlöndum, alþjóðasamtaka Special Olympics. Samkvæmt upplýsingum WHO upplifa 200 milljónir einstaklinga með þroskahömlun, fordóma og útilokun. Þessi hópur mætir oft hindrunum þegar horft er á möguleika til menntunar, atvinnu og læknisþjónustu. Á sama tíma og rannsóknir sýna þessa niðurstöðu sýna rannsóknir að þátttaka í íþróttastarfi hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd og félagsfærni og sjálfstæði í daglegu lífi.