Heim 1. tbl 2021 …Team Iceland mætt til Tama!

…Team Iceland mætt til Tama!

2 min read
Slökkt á athugasemdum við …Team Iceland mætt til Tama!
0
226

Þá er ansi myndarlegu ferðalagi til Japan lokið og íslenski Paralympic-hópurinn mættur í æfingabúðir til Tama. Eldsnemma á sunnudagsmorgun var hópurinn mættur á Saga Lounge í Leifsstöð. Mótttökurnar þar voru ekki af verri endanum og sérbakaðar smákökur í tilefni af þátttöku okkar Íslendinga á Paralympics.

Flogið var út til London og þaðan til Tokyo þar sem heimamenn í Tama tóku vel á móti hópnum. Kannski ekki allir sem vita það en Tama er oft kölluð „The City of Hello Kitty.” Kisulóran sjálf er frá Tama og það verður ekki annað sagt en að heimamenn í Tama séu jafn kátir og kisan fræga.

Næstu daga taka við æfingar í Tama og svo mun íslenski hópurinn flytja sig inn í Paralympic-þorpið þann 21. ágúst og sjálf opnunarhátíðin fer fram þann 24. ágúst næstkomandi.

Framundan eru sérkennilegir leikar án áhorfenda og viðbúnaðurinn í Japan vegna Covid-19 heimsfaraldursins er mikill. Engu að síður er bæði mikill eldmóður og metnaður í heimamönnum við framkvæmd þessa risaverkefnis.

#ÁframÍsland

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki…