Heim 1. tbl 2021 Í fyrsta sinn… #Tokyo2020

Í fyrsta sinn… #Tokyo2020

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Í fyrsta sinn… #Tokyo2020
0
1,303

Sunnudaginn 15. ágúst næstkomandi heldur íslenski keppnishópurinn út til Tokyo þar sem sex íslenskir íþróttamenn verða fulltrúar þjóðarinnar á Paralympics.  

Eins og oft vill verða þegar fjögur (í þessu tilfelli fimm) ára líða á milli leika þá er einhvern tíma allt fyrst. Að þessu sinni er Ísland sem dæmi í fyrsta sinn að taka þátt í handahjólreiðum!  

Paralympics 2020: Í fyrsta sinn fyrir Ísland… 

 • Arna Sigríður Albertsdóttir hjólreiðakona varð fyrst Íslendinga til þess að hljóta þátttökurétt á Paralympics í hjólreiðum. Arna Sigríður mun keppa í Road Race og Time Trial. Arna er handhjólreiðakona og keppir í flokki H3. Með henni sem þjálfari og aðstoðarmaður er Ragnheiður Eyjólfsdóttir.
    
 • Í fyrsta sinn mun Ísland tefla fram hlaupara í flokki blindra en sá heitir Patrekur Andrés Axelsson og keppir í flokki T11 sem er einn af þremur flokkum blindra/sjónskertra. Hinir flokkarnir heita T12 og T13 en í þeim flokkum eru keppendur með meiri sjóngetu en þeir í flokki T11 enda keppa allir í þeim flokki með bundið fyrir augun til að tryggja endanlegan og jafnan keppnisgrundvöll. Að sama skapi keppir flokkur T11 með leiðsöguhlaupara og þar er Helgi Björnsson sem verður augu Patreks í keppninni.  

 • Bræður eru í fyrsta sinn fulltrúar Íslands á Paralympics að því er næst verður komist. Bræðurnir Kári og Ásmundur Jónssynir eru í starfsteymi Íslands. Kári er annar tveggja yfirmanna landsliðsmála hjá ÍF og yfirmaður frjálsíþróttahóps í Tokyo. Ásmundur starfar einnig með frjálsíþróttahópnum sem nuddari.  

 • Og ef bræðraparið er ekki nóg þá bættum við enn í sögubókina því í fyrsta sinn eru feðgar saman í keppnishópi leikanna fyrir Íslands hönd þar sem Gunnar Már Másson mun td sjá um að „banka“ Má son sin þegar hann keppir í flokki S11 eða flokki blindra.  
   
 • Komandi leikar verða líka þeir ,,fyrstu” hjá fimm af sex íþróttamönnum Íslands en Már Gunnarsson, Patrekur Andrés Axelsson, Arna Sigríður Albertsdóttir, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Róbert Ísak Jónsson eru öll að fara á sína fyrstu Paralympics. Aðeins Thelma Björg Björnsdóttir er að fara á sína aðra leika af íslenska hópnum.  

 • ÍRB og FH munu í fyrsta sinn eiga fulltrúa á Paralympics en Már Gunnarsson keppir fyrir ÍRB og þau Patrekur Andrés Axelsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir keppa fyrir FH.  
Sækja skyldar greinar
 • Evrópumót Virtus

  Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
 • Evrópuleikar ungmenna

  Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
 • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

  Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…