Heim 2. tbl 2020 Styrkir og samningar

Styrkir og samningar

9 min read
Slökkt á athugasemdum við Styrkir og samningar
0
1,110

Samningur við Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði í nóvember 2018 samninga við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) og Skáksamband Íslands. Samningarnir fólu í sér framlag vegna rekstrar viðkomandi aðila og giltu samningarnir frá 2018-2020. 

Fyrirhugað var að skrifa undir nýja samninga vegna komandi ára en í ljósi aðstæðna voru fyrri samingar framlengdir til ársloka 2021. Markmiðið með samningum þessum er að tryggja rekstur ÍSÍ og styrkja sérsambönd sem starfa innan vébanda ÍSÍ. Hlutverk þeirra er meðal annars að efla mótahald, útbreiðslu og fræðslu um viðkomandi íþróttagreina á landsvísu, auka upplýsingagjöf um íþróttastarf og koma fram fyrir hönd viðkomandi greinar á erlendum vettvangi.

Áframhaldandi stuðningur afreksjóðs ÍSÍ við ÍF

Í byrjun árs 2020 var staðfestur áframhaldandi samstarfssamningur ÍF og afrekssjóðs ÍSÍ. 

Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) flokkast sem A-samband/Afrekssérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2020 en styrkveitingar frá afrekssjóði ÍSÍ hafa aukist umtalsvert undangengin ár. Með tilkomu hærri styrks frá afreksjóði ÍF hefur starfið náð að eflast og tveir yfirmenn landsliðsmála, hafa nú yfirumsjón með uppbyggingu á afreksstarfi ÍF og fylgja eftir afreksstefnu sambandsins. Þannig hefur styrkur afrekssjóðs ÍSÍ gert ÍF kleift að gera samninga við 17 einstaklinga úr röðum afreksfólks sambandsins í hinum ýmsu íþróttagreinum.

ÍF er sérsamband fjölmargra íþróttagreina fatlaðra og heldur þannig utan um afreksíþróttastarf þeirra. Á árinu 2020 var fyrirhuguð þátttaka í fjölmörgum stórverkefnum s.s. Evrópumeistaramótum fatlaðra í sundi, frjálsíþróttum, bogfimi og handhjólreiðum auk þátttöku í NM í boccia. Einnig var undirbúningur sambandsins vegna þátttöku í Paralympics sem fram áttu að fara í Tokyo í ágústmánuði sl. vel á veg komin. Vegna Covid-19 var öllum ofangreindum viðburðum frestað til ársins 2021 þegar vonandi lífið verður farið að ganga sinn vana gang. Tímabili vetraríþrótta lauk í lok mars en þar gerði Hilmar Snær Örvarsson sér lítið fyrir og stóðu uppi sem sigurvegari IPC (Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra) á  Evrópubikarmótaröð samtakanna í alpagreinum vetraríþrótta – sannarlega glæsilegur árangur þessa frábæra íþróttamanns. 

Samningur ÍF og Háskólans í Reykjavík

ÍF og íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík undirrituðu nýlega samning þess efnis að ÍF skuldbindi sig til að veita meistaranemanum, Melkorku Rán Hafliðadóttur, námstyrk til tveggja ára. Samningurinn felur í sér að meistaraneminn geri yfirgripsmikla rannsókn er tengjast mælingum á líkamlegri getu, hreyfifærni og sálfræðilegum þáttum afrekshóps ÍF sem yfirmenn landsliðmála velja í. Rannsóknin yrði hluti af meistararitgerð til MSC gráðu í íþróttavísindum og þjálfun.

Þetta er í annað sinn sem ÍF gerir slíkan samning við HR og var sá samningur og lokaverkefnið honum tengdum, „Hentugleiki staðlaðra mælinga til að meta líkamsástand, styrk og hreyfigetu fatlaðs íþróttafólks“, afreksíþróttum innan ÍF til mikils gagns. Það er von bæði ÍF og íþróttafræðisviðs HR að hin nýja rannsókn muni líkt og sú fyrri verða til þess að íþróttir fatlaðra muni eflast og styrkjast enn frekar.

Bakhjarlar ÍF

Íþróttasamband fatlaðra hefur um áratuga skeið notið velvildar fólks og fyrirtækja. Þannig hafa margir af samstarfsaðilum ÍF stutt við bak sambandsins í áratugi og sumir allt frá stofnun sambandsins. Einnig hafa Lions- og Kiwanisklúbbar verið ötulir í stuðningi sínum við sambandið að ógleymdum Pokasjóði verslunarinnar sem á undanförnum árum hefur styrkt myndarlega við Sumarbúðir ÍF. 
Einnig hafa Bláa lónið, Toyota, Össur hf. og Macron undirritað endurnýjaðan samstarfssamning og beðið er undirritunar samstarfssamninga við aðra samstarfsaðila ÍF s.s. CCEP/Coca-Cola European Partners, Icelandair, Íslenska Getspá, Rúmfatalagerinn, Samherja, Sjóvá, Valitor og 66°norður. 

Covid-19 hefur gert mörgum lífið leitt og hafa margir þurft að draga saman selglin í stuðningi sínum við hin ýmsu samtök þar með talið til fyrirtæki sem stutt hafa við hinar ýmsu íþróttir. Líkt og eftir „hrunið“ 2008 hafa samstarfsaðilar ÍF ákveðið að standa þétt við bak íþrótta fatlaðra hér á landi. Þannig endurnýjuðu nýverið ÍF og Arionbanki samstarfssamning sinn en Arion banki, þá Búnaðarbankinn, hefur verið bakhjarl sambandsins allt frá stofnun þess 17. maí 1979.  Einnig hafa Bláa lónið, Össur hf. og Macron undirritað endurnýjaðan samstarfssamning og beðið er undirritunar samstarfssamninga við aðra samstarfsaðila ÍF s.s. CCEP/Coca-Cola European Partners, Icelandair, Íslenska Getspá, Rúmfatalagerinn, Samherja, Sjóvá, Toyota, Valitor og 66°norður. 

Þess má einnig geta að Íslandsbanki hefur um árabil verið einn af aðalbakhjörlum Special Olympics á Íslandi og er einnig eitt þeirra fyrirtækja sem vænta má áframahaldandi samstarfs við. 

Kunnum við öllum þessum fyrirtækjum, einstaklingum og öðrum bestu þakkir fyrir velvilja og veittan stuðning í gegnum tíðina – það er ekki sjálfgefið að eiga slíka aðila að!

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…