Heim 2. tbl 2020 Hilmar Snær Örvarsson íþróttamaður Víkings 2020

Hilmar Snær Örvarsson íþróttamaður Víkings 2020

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Hilmar Snær Örvarsson íþróttamaður Víkings 2020
0
921

Þann 31.desember 2020 var Hilmar Snær Örvarsson útnefndur íþróttamaður Víkings árið 2020. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkinga

Í frétt Víkinga segir einnig:
Óhætt er að segja að keppnistímabilið 2019-2020 hafi verið viðburðaríkt hjá Hilmari Snæ. Fyrir tímabilið var ákveðið að leggja höfuðáherslu á Evrópubikarinn en þó með það að markmiði að taka þátt í nokkrum heimsbikarmótum.

Á tímabilinu tók Hilmar Snær þátt í fimmtán mótum á alþjóðlegum vettvangi, þar af þréttan Evrópubikarmótum en þremur heimsbikarmótum.

Hilmar sýndi frábæra takta og mikinn stöðuleika yfir veturinn í krefjandi aðstæðum víðsvegar um Evrópu. Árangurinn lét ekki á sér standa en Hilmar stóð uppi sem sigurvegari í fimm af þessum mótum og var á verðlaunapalli í ellefu þeirra. Þessi frábæra frammistaða og gífurlegi stöðuleiki gerði það að verkum að í lok tímabils stóð Hilmar uppi sem Evrópubikarmeistari í svigi og samanlagðri keppni í öllum greinum (svig, stórsvig, risasvig og brun). Hilmar var einnig í öðru sæti í Evrópubikarnum í samanlagðri keppni í stórsvigi.

Hilmar hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir sín afrek og er mikil fyrirmynd fyrir aðra iðkendur. Á dögunum var Hilmar Snær valinn íþróttamaður ársins 2020 hjá Íþróttasambandi fatlaðra.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…