Heim 2. tbl 2020 Hákon og Björgvin á verðlaunapall

Hákon og Björgvin á verðlaunapall

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Hákon og Björgvin á verðlaunapall
0
1,397

Helgina 6-7. mars fór Íslandsmótið í borðtennis fram í íþróttahúsi TBR í Gnoðarvogi. ÍF átti þar sína fulltrúa en það voru þeir Hákon Atli Bjarkason og Björgvin Ingi Ólafsson, en þeir félagarnir æfa einnig og keppa undir merkjum HK í Kópavogi.


Hákon og Björgvin áttu mjög gott mót og náðu þeir þeim merka áfanga að komast á verðlaunapall í tvíliðaleik, en það er algerlega frábær árangur.

Þeir kepptu svo báðir í 1. og 2. flokki karla og nýttu sér það að spila upp fyrir sig en þeir leika báðir í öðrum flokki karla og er fyrsti flokkurinn mun sterkari en annar.

Þar unnu þeir góða sigra og má nefna að Hákon vann meðal annars stigahæsta leikmann annars flokks. Þeir toppuðu svo gott mót með því að komast í undanúrslit í tvíliðaleik en tvíliðaleikurinn hefur verið þeirra sérgrein í vetur og má nefna að þeir hafa ekki tapað tvíliðaleik á tímabilinu en þeir keppa með c-liði HK í annarri deild og eru þar í öðru sæti suðurriðils og hafa haft þar sigur gegn margföldum Íslandsmeisrurum svo eitthvað sé nefnt.
Frábær árangur hjá þeim Hákoni og Björgvini sem nú undirbúa sig af kappi undir keppni og æfingar í sumar og má þar nefna sterkt mót á Spáni í júní.

Borðtennis og fatlaðir

Borðtennisíþróttin henta afar vel fyrir fatlaða einstakilinga og má nefna að fatlaðir og ófatlaðir keppa saman á Íslandi og hafa margir fatlaðir einstaklingar náð eftirtektarverðum árangri í borðtennisíþróttinni, má þar helst til taka Jóhann Rúnar Kristjánsson og Kolfinnu Bergþóru Bjarnadóttur en þau unnu á sínum tíma fjölda Íslandsmeistartitla í flokkum ófatlaðra auk þess sem Kolfinna lék með öllum landsliðum Íslands við góðan orðstýr.

Borðtennis er ódýr íþrótt og búnaðurinn einfaldur, einungis þarf spaða og kúlu þá er hægt að byrja. Margir af frægustu íþróttamönnum og konum Norðurlanda koma úr röðum fatlaðra og má þar nefna Tommi Urhaug frá Noregi og Önnu Karin Ahlquist frá Svíþjóð þau eru margfaldir heims- og Ólympíumeistarar.

Borðtennisíþróttin hentar vel til endurhæfingar og fer þjálfun fram eftir getu hvers og eins.
Keppt er í 11 mismunandi flokkum og eru fatlaðir gjaldgengir á öllum mótum sem fram fara á vegum BTÍ. Borðtennisíþróttin er góð hvort heldur stefnt er að afreksíþróttamennsku eða heilsurækt.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…