Heim 2. tbl 2020 Paralympics munu fara fram!

Paralympics munu fara fram!

7 min read
Slökkt á athugasemdum við Paralympics munu fara fram!
0
791

Eins og flestum er kunnugt var Ólympíuleikunum og Paralympics í Tokyo 2020 frestað fram til ársins 2021 sökum heimsfaraldurs COVID-19. Í aðdraganda leikanna 2020 var ljóst að ekki gæti af þeim orðið og þeim því slegið á frest, nú þegar hyllir undir bóluefni og bólusetning þegar hafin í nokkrum þjóðlöndum gera Alþjóða Ólympíureyfingin og mótshaldarar í Japan sér vonir um að leikarnir geti farið fram. 
 
Ljóst er að leikarnir verða í breyttri mynd en upphaflega stóð til. Ekki er enn komið á hreint hvort hægt verði að hafa áhorfendur á leikunum sem vitaskuld verður mikill tekjumissir fyrir alla hlutaðeigandi aðila.  
 
Nú þegar hefur verið kynnt opinberlega að öll umgjörð og umfang leikanna verði ekki jafn stór eða vegleg og upphaflega stóð til. Heilu þjóðlöndin og stór nöfn einstakra íþróttamanna eiga enn eftir að stíga fram og leggja sín lóð á vogarskálarnar en það var einmitt síðasta hálmstráið þegar leikunum var upphaflega frestað þegar frægt íþróttafólk fór að tilkynna að það myndi ekki mæta á 2020 leikana vegna smithættu.  
 
Heimamenn í Japan hafa boðað að einhverskonar sóttvarnir eða svokölluð „búbbla“ gæti sett mark sitt á leikana en tíðindi af þeim þætti framkvæmdarinnar er að vænta með frekari upplýsingum.  
 


Íþróttasamband fatlaðra hefur verið í góðum samskiptum við mótshaldara í Japan og þá hefur Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) verið dugleg við að varpa ljósi á stöðu mála fyrir sín aðildarlönd. Þrátt fyrir að upplýsingar hafi borist vel og oft þá hefur Íþróttasamband fatlaðra ýmsar áhyggjur varðandi leikana og þá einkum og sér í lagi með tilliti til íþróttafólksins. 
 
Nú þegar bólusetningar í fjölmörgum löndum eru farnar af stað þá er ljóst að það mun taka umtalsverðan tíma að bólusetja þorra mannkyns. Íþróttafólk æfir hérlendis við takmarkanir eftir að hafa verið meinað um hefðbundnar æfingar um mánaðaskeið. Áhyggur lúta því að velferð íþróttafólks við opnun æfinga og svo loksins keppni á nýjan leik sem og ástand þeirra til að takast á við stærsta íþróttasviðið eftir að hafa nánast misst út alfarið árið 2020 til undirbúnings.  
 
Flestir þeir sem ætla sér þátttöku á Paralympics í Tokyo þurfa að ná sínum árangri, vinna sér inn farseðil, fyrir lok maímánaðar 2021 eða jafnvel fyrr. Í dag á Ísland örugg tvö sæti í sundi fyrir einn karlmann og einn kvenmann. Annað er ekki í hendi um þessar mundir en vonir sambandsins standa til þess að Ísland geti sent jafn marga ef ekki fleiri þátttakendur en voru í Ríó de Janeiro 2016. Þá leikana telfdi Ísland fram fimm keppendum, þremur í sundi, einn í frjálsum og einn í bogfimi.  
 
Yfirmenn landsliðsmála ÍF þeir Kári Jónsson og Ingi Þór Einarsson hafa verið í miklum samskiptum við afreksfólk ÍF og hafa þegar lagt drög að keppnisárinu 2021. Á þessu ári eru bæði heims- og Evrópumeistaramót á dagskránni áður en kemur að Paralympics svo enn á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en hægt verður að segja til um hverjir muni á endanum verða fulltrúar Íslands í Tokyo.  

Við hjá Íþróttasambandi fatlaðra erum bjartsýn á að starfið geti hafist sem allra fyrst, hægt í fyrstu en vonandi mun ekki líða á löngu uns hægt verður að koma starfinu í gott horf fyrir alla, ekki bara afreksfólkið heldur alla íþróttaiðkendur. Af þeim sökum er vert að þakka öllum þeim sem þurft hafa að sitja á dreng sínum fyrir skilning og biðlund og við hvetjum alla sama hvar þeir eru staddir á sínum íþrótta- eða lýðheilsuferli til að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi sér til heilsueflingar og ánægju. 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…