Heim 2. tbl 2020 Vel heppnuð frjálsíþróttamót síðustu tvær helgar — Ármann Íslandsmeistari í liðakeppni

Vel heppnuð frjálsíþróttamót síðustu tvær helgar — Ármann Íslandsmeistari í liðakeppni

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Vel heppnuð frjálsíþróttamót síðustu tvær helgar — Ármann Íslandsmeistari í liðakeppni
0
1,199

Ármenningar urðu Íslandsmeistarar í liðakeppni á Íslandsmóti ÍF sem fram fór í Kaplakrika þann 6. mars síðastliðinn. Mótið gekk vel og nokkur ný andlit að stíga sín fyrstu skref á Íslandsmóti ÍF í frjálsum sem er mikið fagnaðarefni.  

Ekkert Íslandsmet var slegið að þessu sinni enda kannski ekki að undra, vegna COVID-19 hafa æfingar íþróttafólks verið slitróttar síðustu misseri. Mótið hafði engu að síður IPC vottun og árangur afreksfólks ÍF mun því rata inn á heimslista IPC. 

Stöllurnar Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Hulda Sigurjónsdóttir voru við sitt besta og áttu gott mót og þá var Stefanía Daney Guðmundsdóttir að stökkva vel í langstökkinu. Patrekur Andrés Axelsson hljóp á tímum sem vita á einkar gott fyrir sumarið þó hann hafi misst út árangur sinn í 60m hlaupi af tæknilegum ástæðum. Þá hljóp Patrekur einn í 200m hlaupi en í flokki T11 er skylda að hlaupa með leiðsöguhlaupara svo árangurinn sé gildur. Mörg jákvæð teikn voru á lofti hjá okkar fremsta frjálsíþróttafólki að sögn Egils Þórs Valgeirssonar formanns frjálsíþróttanefndar ÍF.  

Úrslit mótsins má nálgast hér

Nú um síðustu helgi var Meistaramót Íslands á vegum Frjálsíþróttasambandsins en þar kepptu Patrekur Andrés Axelsson, Hulda Sigurjónsdóttir og Stefanía Daney Guðmundsdóttir. Líkt og helgina á undan létu Íslandsmetin bíða eftir sér en Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir keppti á hvorugu mótinu sökum meiðsla. Hulda Sigurjónsdóttir náði þó sínum besta árangri á tímabilinu þegar hún kastaði kúlunni 10.20 metra! Patrekur náði pb innanhúss í 200m en var án aðstoðarmanns. 

Í lok marsmánaðar verður afreksmót ÍF í frjálsum og er þegar hægt að nálgast keppnisdagskránna hér. Þetta gerir þá þrjú gild IPC mót í frjálsum, en mótið í lok mánaðar verður utanhúss. Afreksfólk úr röðum ÍF hefur þá fengið þrjú góð tækifæri til að skrá árangur sinn á heimslista í aðdraganda EM og Paralympics í Tokyo. En ekki hefur verið hægt að sækja mót erlendis vegna COVID-19 þó vonir standi til að slíkt geti gerst með vorinu og í sumar. 

Myndir/ Frá Íslandsmóti ÍF í frjálsum innanhúss þann 6. mars síðastliðinn. 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…