Heim 2. tbl 2020 Shonaquip Enterprise

Shonaquip Enterprise

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Shonaquip Enterprise
0
905

 Í Covidinu verðum við að berjast fyrir réttindum barna með fötlun um allan heim

Undanfarin tíu ár hef ég unnið með fjölmörgum hjálparsamtökum víða í heiminum.   Með þessu bréfi vil ég vekja athygli á Suður Afrískum samtökum sem heita Shonaquip Enterprise (SSE)

SSE samtökin framleiða hjólastóla fyrir dreifbýli Afríku. Markmið þeirra er að brjóta niður hindranir fyrir börn með fötlun sem búa í afskekktum og fátækum samfélögum. SSE nota hagnað sem myndast við sölu á hjólastólum ásamt fjáröflun til að veita börnum í neyð stuðning. Í því felst að þjálfa meðferðaraðila á afskekktum svæðum, útvega viðeigandi hjólastóla og sjá til þess að foreldrar, kennarar og samfélög skilji að börn með fötlun eigi rétt á að fara í skóla, leika sér og stunda íþróttir.

Myndbandið hér að neðan sýnir lítinn strák, Owen, sem er þakklátur fyrir hjólastólinn  sem gerir honun kleift að snúa aftur í skólann. Móðir hans hefur beðið um að þessu myndbandi verði deilt ef það getur hjálpað öðrum börnum sem skortir stuðning. Í Suður-Afríku er fjöldi barna með fötlun sem geta ekki farið í skóla, oft vegna þess að þau skortir viðeigandi hjálpartæki. Brosið hanns Owens er smitandi og ég get ekki annað en brosað í hvert skipti sem ég sé það. Móðir Owens er hluti af foreldrahópi stofnað af SSE sem talar fyrir réttindum fatlaðra barna í Suður-Afríku.

Owen er sannur sólargeisli

COVID-19 faraldurinn þýðir að við verðum að leggja hart að okkur svo að börn eins og Owen gleymist ekki. Í löndum eins og Suður-Afríku er mjög takmarkað fjármagn veitt til almennra heilbrigðismála um þessar mundir vegna  gífurlegs álags sem hefur fylgt COVID-19 farladrinum. Þetta þýðir að born með fötlun eiga hætt á að gleymast. Mér þykir afar vænt um samtök eins og SSE sem vinna hörðum höndum að því að tryggja að ekki dragi úr mikilvægum árangri sem við höfum náð í fötlunarhreyfingunni.

Til að læra meira um Shonaquip, fylgdu sögum þeirra á facbook  eða hafðu samband við mig: erla.magnusdottir@gmail.com.

Greinahöfundur, Erla Magnúsdóttir var aðstoðarmaður ÍF á alþjóðaleikum Special Olympics í Shanghai 2007 og Ólympiuleikum fatlaðra í Kína 2008. Hún hefur starfað að mannúðarmálum um  árabil og er nú að vinna með samtökum í S Afríku sem vinna að þvi að bæta aðstæður hreyfihamlaðra barna og meðal annars skapa þeim tækifæri til íþrótta.

Takk fyrir að lesa þetta bréf, 

Erla Magnusdottir 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…