Heim 2. tbl 2020 Lífið á Covid tímum frá sjónarhorni aðstandenda

Lífið á Covid tímum frá sjónarhorni aðstandenda

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Lífið á Covid tímum frá sjónarhorni aðstandenda
0
712

Á okkar heimili eru tveir íþróttaiðkenndur annars vegar í sundi og hinsvegar í frjálsum íþróttum.  Við erum mjög heppin að Yfirþjálfarar beggja hafa verið duglegir að senda heimaæfingar til þeirra að vinna úr.  En það er aldrei eins og að vera í sundlauginni.  Þrisvar höfum við upplifað æfingabann á þessu ári sem hefur verri áhríf á sundiðkun en frjálsar íþróttir.  En heimaprógram fyrir iðkendur hafa mikla kosti í sér til að viðhalda styrkleika þeirra.  Iðkandi í frjálsum á heimilinu er einnig á Íþróttabraut FB og það fylgir að hreyfing er aðallega á hjóli eða styrktaræfing með lóðum, ketillbjölum og fleiru daglega.

Sundiðkandinn hefur verið þrisvar í viku á dryland æfingum á netinu með þjálfara og hreyfiæfingum með lóðum og fleiru á milli.

Hvernig lífið er gagnvart okkur aðstandendum þá hefur þetta breytt daglegu mynstri að ekki er verið að fara á æfingastað en að búa til aðstöðu heima til að geta iðkað æfingar sem kallar á skipulag með æfingabúnaði sem við höfum þurft að fjárfesta í með þeim.  Áhyggjur foreldrana snúa líka að því að öll keppni hefur fallið niður næstum allt þetta ár.  Hvað gera foreldrar í þessum aðstæðum? Að vera til staðar og vera alltaf baklandið sem þau þurfa alltaf á að halda.  Bakland aðstandenda og áhugi er þeim algjörlega nauðsynlegt til að iðkanda líði vel í sinni íþrótt.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…