Heim 1. tbl 2021 Róbert Ísak fimmti Íslendingurinn á leið til Tokyo!

Róbert Ísak fimmti Íslendingurinn á leið til Tokyo!

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Róbert Ísak fimmti Íslendingurinn á leið til Tokyo!
4
1,121

Í morgun fékkst það staðfest að sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson SH/Fjörður verður fimmti íslenski keppandinn á Paralympics í Tokyo dagana 24. ágúst – 5. september næstkomandi. Þegar hafði Íþróttasamband fatlaðra kynnt þá fjóra aðila sem komnir voru með farseðilinn til Tokyo en þau eru Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Patrekur Andrés Axelsson.

Sæti Róberts í Tókýo er ekki síst fyrir tilstilli framgöngu sundmannsins á Evrópuemistaramóti IPC sem fram fór í Portúgal í maímánuði. Róbert mun keppa í þremur greinum í Tókýó en það eru 100m flugsund, 200m fjórsund og 100m bringusund. Róbert verður fyrstur Íslendinga af stað á mótinu en hann keppir í 100m flugsundi á fyrsta keppnisdegi eða þann 25. ágúst, daginn eftir opnunarhátíð leikanna.

Íþróttasamband fatlaðra fagnar vel og innilega þessum tíðindum en ekki er enn loku fyrir það skotið að fleiri Íslendingar geti nú á lokametrunum unnið sér inn sæti við leikana. Sem fyrr mun ÍF greina fljótt og vel frá því ef fleiri komast að en þeir fimm íþróttamenn sem komnir eru með miðann til Tókýó eru þá orðnir jafn margir og kepptu fyrir Íslands hönd á síðustu leikum árið 2016 þegar þeir fóru fram í Ríó de Janeiró í Brasilíu.

Tengt efni: Bergrún, Patrekur, Már og Thelma fulltrúar Íslands í Tokyo

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…