Heim 1. tbl 2021 Bergrún, Patrekur, Már og Thelma fulltrúar Íslands í Tokyo

Bergrún, Patrekur, Már og Thelma fulltrúar Íslands í Tokyo

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Bergrún, Patrekur, Már og Thelma fulltrúar Íslands í Tokyo
1
2,248

Stjórn Íþróttasambands fatlaðra hefur valið þá fjóra einstaklinga sem verða fulltrúar Íslands á Paralympics í Tokyo í ágúst- og septembermánuði. Frjálsíþróttafólkið Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Patrekur Andrés Axelsson frá FH og svo sundfólkið Már Gunnarsson frá ÍRB og Thelma Björg Björnsdóttir frá ÍFR. Öll fjögur eru á meðal þeirra sem með árangri sínum áunnu Íslandi þessi fjögur sæti við leikana.

Leikarnir fara fram dagana 24. ágúst – 5. september en þess má geta að enn er von um að Ísland geti átt fleiri keppendur við leikana! Í júlíbyrjun skýrist það hvort bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson nái að skjóta sér leið inn á leikana þegar hann keppir á lokaúrtökumóti fyrir Paralympics í Tékklandi. Þorsteinn keppti í bogfimi á Paralympics í Ríó de Janeiro í Brasilíu 2016 og varð þá fyrsti bogfimikeppandi Íslands í sögunni. Eins hefur Íþróttasamband fatlaðra þegar lagt inn umsóknir fyrir fleira afreksfólk í ljósi árangurs þeirra og er beðið svara við umsókunum.

Af þeim fjórum keppendum sem valdir hafa verið til verkefnisins eru Bergrún, Már og Patrekur öll að fara að keppa á sínum fyrstu leikum en Thelma Björg synti fyrir Íslands hönd á Paralympics í Río de Janeiro 2016.

Á ýmsu hefur gengið við undirbúning Paralympics í Tokyo vegna heimsfaraldurs COVID-19 og er gert ráð fyrir gríðarlegum öryggiskröfum í Tokyo á meðan leikarnir fara fram. Ljóst er að allur íslenski hópurinn verður orðinn að fullu bólusettur þegar verkefnið hefst, bæði íþróttafólk og starfsfólk.

Fulltrúar Íslands á Paralympics í Tokyo:

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH – frjálsíþróttir Patrekur Andrés Axelsson, FH – frjálsíþróttir Már Gunnarsson, ÍRB – sund Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR – sund

Íþróttasamband fatlaðra mun upplýsa um leið og hægt er hvort fleiri keppendur frá Íslandi hljóti sæti við leikana. Vonir standa til þess að svo verði en ljóst er að umsóknarferlið er fjölmennt og ekki allir hljóta náð fyrir augum International Paralympic Committee í ferlinu.


Hægt er að fylgjast með á síðu Paralympics/IPC

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…