Heim 1. tbl 2021 Íslandsleikar SO í fimleikum

Íslandsleikar SO í fimleikum

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslandsleikar SO í fimleikum
0
184

Sunnudaginn 30. maí fóru Íslandsleikar SO í fimleikum fram. Mótið gekk framar vonum og mátti ekki sjá að fimleikakrakkarnir hafi verið í mikillri pásu sökum Covid.

Mótið fór fram í húsakynnum Fjölnis og var gríðarleg stemmning í húsinu þegar fimleikafólkið okkar sýndi listir sínar. Mótaumgjörðin var einnig frábær og á Fjölnir skilið gott lof fyrir það. Keppnin hefur aldrei verið jafn jöfn karlameginn og mátti litlu muna á milli einstaklinga í einkunnargjöf.

Íslandsmeistarar voru þau Elva Björg Gunnarsdóttir og Magnús Orri Arnarson. Önnur úrslit voru eftirfrandi:

Karlaflokkur yngri

1. sæti – Magnús Orri Arnarson

2. sæti – Tómas Örn Rúnarsson

3. sæti – Unnar Ingi Ingólfsson

Karlaflokkur eldri

1. sæti – Birkir Eiðsson og Davíð Þór Torfason

3. sæti – Jóhann Fannar Kristjánsson

Kvennaflokkur

1. sæti – Elva Björg Gunnarsdóttir

Viðurkenning í Almennu þrepi

Arna Ýr Jónsdóttir og Hringur Úlfarsson

Það verður mjög spennandi að fylgjast með krökkunum á næsta mótatímabili þegar þau hafa fengið að æfa án hléa.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glimrandi stemmning hjá SO hópi Hauka

Special Olympics hópur Hauka i Hafnarfirði eflist með hverju ári. Haukar sendu 3 lið á min…